Að verða alþjóðlegur leikvöllur

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, við setningu Arcitc Circle …
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, við setningu Arcitc Circle í Hörpu. mbl.is/Hanna

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti fimmtu Arctic Circle ráðstefnuna, Hringborð Norðurslóða fyrir fullum sal í Silfurbergi Hörpu í morgun.

Í ræðu Ólafs kom fram að Arctic Circle væri orðið að stærsta samstarfsvettvangi í heiminum varðandi málefni Norðurslóða þar sem vísindamenn, fræðimenn, aðilar úr viðskiptalífinu og stjórnmálamenn frá Sameinuðu Þjóðunum, úr Kísildalnum, úr fræðasamfélaginu og heimi stjórnmálanna hittast og ræða málefni Norðurslóðanna og framtíð þeirra.

Ólafur fór víða í ræðu sinni og vísaði meðal annars til þess að fyrir aðeins tveimur árum hafi Francois Holland, þáverandi forseti Frakklands, flutt erindi á ráðstefnunni Artctic Circle í Hörpu stuttu fyrir loftslagsráðstefnuna í París, COP 21, þar sem að Parísarsáttmálinn var samþykktur. Ólafur fjallaði einnig um mikilvægi þess að málefni Norðurslóðanna væru rædd þar sem að svæðið hefði á tiltölulega stuttum tíma breyst úr einu afskekktasta svæði heims í alþjóðlegan leikvöll sem býður upp á fjölda tækifæra. 

Umfang Arctic Circle samtakanna hefur stækkað jafnt og þétt frá stofnun og eru nú haldnir minni og sérhæfðari ráðstefnur víðsvegar um heiminn auk aðalráðstefnunnar sem sett var í morgun. Í fyrra voru tvær minni og sérhæfðari ráðstefnur haldnar, annars vegar í Quebec og hinsvegar í Washington. Áður höfðu verið haldnar ráðstefnur í Singapúr, Alaska og Grænlandi. Þá verður haldin ráðstefna á vegum Arctic Cirlce í samstarfi við skosku skosku heimastjórnina í nóvember en Nicola Sturgeon er meðal ræðumanna á ráðstefnunni í Hörpu.

Frétt mbl.is: Lofts­lags­breyt­ing­ar rædd­ar á Arctic Circle

Við opnunarathöfnina fluttu Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Peter Seligmann, formaður Conservation International, Bob McLeod, forseti Norðvestursvæða Kanada, Sé­golè­ne Royal, sendiherra Frakklands í málefnum Norðurslóða og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands einnig ávörp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert