Eggert Þorleifsson er Faðirinn

Rikka og Eggert Þorleifsson.
Rikka og Eggert Þorleifsson. K100

„Hann glím­ir við það sem er bara að verða að far­aldri í þess­um lang­lífu lönd­um, þessi elli­glöp sem heita svo ýms­um und­ir­nöfn­um eins og Alzheimer,” seg­ir Eggert Þor­leifs­son, leik­ari um per­són­una André sem hann túlk­ar í harm­ræna fars­an­um Föðurn­um, eft­ir leik­skáldið Flori­an Zell­er, sem frum­sýnd­ur var í Kass­an­um í Þjóðleik­hús­inu í gær­kvöldi.

Leik­verkið tek­ur á viðkvæmu mál­efni á áhrifa­rík­an en um leið kó­mísk­an hátt. „Við þekkj­um öll ein­hverja sem eiga við þetta að stríða og við vit­um að oft er þetta al­veg frá­bær­lega hlægi­legt og fyndið hvað velt­ur upp úr þessu fólki, eins og það er nú átak­an­legt í sjálfu sér.”

Óvenju­leg nálg­un

Að sögn Eggerts er óvenju­leg leið val­in til að túlka veik­ind­in á sviði sem gef­ur áhorf­and­an­um tals­verða inn­sýn inn í hug­ar­heim André. „Þegar svona sjúk­dóm­ur er ann­ars veg­ar þá er mik­il hætta á því að ef við hefðum þetta bara svona línu­legt ferli að þá yrði verkið að sjúk­dóms­drama en þessi höf­und­ur vill forðast það, þvæl­ir þessu til og frá í rúmi og tíma og jafn­vel í per­són­um. Þannig sér áhorf­and­inn verkið í gegn­um augu þessa manns sem stríðir við sjúk­dóm­inn,” sagði Eggert í viðtali við Hvata og Rikku í Magasín­inu á K100.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert