Getum spilað stórt hlutverk í málefnum Norðurslóða

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Arctic Circle.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Arctic Circle. mbl.is/Hanna

Í ræðu sinni á opnunarathöfn Arctic Circle sagði Guðni Th. Jóhannesson, að ráðstefnan væri vitnisburður um að þrátt fyrir að Ísland sé lítið þá geti landið spilað stórt hlutverk í málefnum Norðurslóða „Hér áður fyrr þegar Ísland hafði nýlega öðlast sjáflstæði vorum við vön að spyrja nánast hvern einasta ferðamann sem hingað kom spurningarinnar „how do you like Iceland?“ og við skömm var þeim sem ekki sögðust elska landið. Það má vera að þarna hafi örlað fyrir votti af því að Íslendingum þætti þeir að einhverju leyti óæðri en aðrar þjóðir, við höfðum nýlega öðlast sjálfstæði og ef til vill ekki viss hvernig við kæmum til með að passa inn í alþjóðasamfélagið,“ sagði Guðni

Arctic Circle og knattspyrnulandslið vitnisburður

„Í dag spyrjum við ekki alla ferðamann þessarar spurningar. Við höfum notið þess að gífurlegur vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu og við einfaldlega þurfum ekki lengur að heyra frá öllum kæru ferðamönnunum okkar að þeim þyki landið frábært daginn inn og daginn út, sem ég vissulega vona að þeim þyki. Þessi ráðstefna er vitnisurður um þá staðreynd að þrátt fyrir að við séum lítið ríki þá getum við spilað hlutverk á stóra sviðinu. Annað dæmi um það er velgengi landsliðanna okkar í knattspyrnu, bæði karla og kvenna. Aftur, það má vera að við séum lítið ríki en við erum á leiðinni á HM í Rússlandi ólíkt mörgum stærri ríkjum, en ég nefni engin nöfn,“ sagði Guðni og uppskar hlátur fundargesta. 

Loftlagsbreytingar varða alla

Eftir að hafa boðið fundargesti velkomna sagði Guðni að ráðstefnan væri aðal ráðstefnan er varðar málefni Norðurslóða á heimsvísu og því væri mikilvægt að nýta næstu daga vel til að hlusta, læra og tala.„Þekking er grundvöllur framfara, fáfræði er uppskriftin að stöðnun. Samtal er lykillinn að frið og stöðugleika o við verðum að viðhalda og styrka virðingu fyrir rannsóknum og vísindalegum aðferðum.“ 

Á tímum alþjóðavæðingar á enginn að vera útundan

Forsetinn vísaði jafnframt til mikilvægis þáttöku frumbygga (indigenous people) á Norðurslóðum og sagði að á tímum alþjóðavæðingar ætti enginn að vera útundan. Í því samhengi vísaði Guðni til þess að áður fyrr hefðu Norðurslóðir verið framandi staður og fólk hefði trúað því að þar væri aðeins frosið haf, skrímsli og ófreskjur. 

Guðni rifjaði jafnframt upp sögu Geirmundar heljarskinns sem Paramount Pictures vinnu nú sjónvarpsþáttaröð um. „Saga hans er heillandi en líklega var hann Inúiti sem stundaði viðskipti með auðlindir af Rostungum, tennur þeirra og skinn. Sagan hans segir okkur, miðað við hvernig honum var lýst, að litið var á hann sem utanaðkomandi aðila sem passaði ekki inn. Það ætti að minna okkur á að í dag má ekki líta á neinn sem utanaðkomandi og hversu mikilvæg þáttaka frumbyggja á Norðurslóðunum er í verkefnum er varða Norðurslóðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert