Hótel Adam dæmt til að greiða vangoldin laun

Konan starfaði á hótelinu um nokkurra mánaða skeið.
Konan starfaði á hótelinu um nokkurra mánaða skeið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rekstr­ar­fé­lag Hót­els Adam á Skóla­vörðustíg hef­ur verið dæmt til að greiða tékk­neskri konu sem starfaði á hót­el­inu um tíma rúm­ar tvær millj­ón­ir króna vegna van­gold­inna launa.

Þegar kon­an fékk ekki þau laun greidd sem hún taldi sig eiga inni á sín­um tíma leitaði hún meðal ann­ars til lög­reglu og stétt­ar­fé­lags hér á landi, en í dómn­um kem­ur fram lög­regl­an hafi rann­sakað mál henn­ar sem svo­kallað man­sals­mál.

Vin­kona kon­unn­ar kom á fundi með henni og eig­anda rekst­ar­fé­lags­ins úti í Prag Tékklandi, því kon­an hafði áhuga á því að starfa á Íslandi. Hann réði hana í kjöl­farið til starfa á Hót­el Adam. Kon­an kom til lands­ins þann 5. nóv­em­ber 2015 og hóf störf á hót­el­inu strax dag­inn eft­ir. For­svarsmaður eig­and­ans seg­ir að samið hafi verið um að hún fengi greidd föst laun upp á 242 þúsund krón­ur fyr­ir fjóra vinnu­daga á viku, sjö tíma í senn, sem legðist út á um 126 vinnu­stund­ir á mánuði. Þá seg­ir hann að kon­an hafi jafn­framt óskað eft­ir því að hluti af laun­um henn­ar yrði greidd­ur til­tekn­um aðila í Tékklandi sem hún skuldaði pen­ing.

Ekki var gerður skrif­leg­ur ráðning­ar­samn­ing­ur við stefn­anda en að sögn eig­anda fé­lags­ins var það að ósk kon­unn­ar. Hún kveðst enga launa­seðla hafa fengið af­henta fyrr en í kjöl­far þess að hún óskaði eft­ir launa­upp­gjöri í tengsl­um við starfs­lok sín á hót­el­inu. Hún mót­mæl­ir þeim launa­seðlum sem for­svarsmaður eig­and­ans hef­ur fram­vísað sem til­hæfu­laus­um. Eig­andi fé­lags­ins held­ur því fram að kon­an hafi í raun verið ráðin til vinnu hjá tékk­nesku fé­lagi í eigu hans, þrátt fyr­ir að hún skyldi starfa á Hót­el Adam, en um­rædd­ir launa­seðlar eru gefn­ir út af því fé­lagi.

Málið rann­sakað sem man­sals­mál

Í dómn­um seg­ir meðal ann­ars: „Stefn­andi kveðst ekki hafa fengið upp­gjör held­ur hafi for­svarsmaður stefnda greitt henni ein­hverj­ar smáupp­hæðir af og til tíma­bilið nóv­em­ber 2015 til apríl 2016. Í maí­mánuði 2016 óskaði stefn­andi eft­ir upp­gjöri á laun­um. Af­henti hún for­svars­manni stefnda blað þar sem fram kom hvað hún taldi hann skulda sér og hvað ætti að koma til frá­drátt­ar. Þar sem illa gekk að fá svör ákvað stefn­andi að hætta störf­um hjá stefnda og leitaði í kjöl­farið til lög­regl­unn­ar og Alþýðusam­bands Íslands. Fékk Efl­ing-stétt­ar­fé­lag málið á sitt borð frá sam­band­inu. Stefn­andi kveður lög­regl­una hafa haft mál henn­ar til rann­sókn­ar sem svo­kallað man­sals­mál.“

Eft­ir aðkomu efl­ing­ar að mál­inu var farið yfir gögn kon­unn­ar og sendi stétt­ar­fé­lagið launakröfu á rekst­ar­fé­lag hót­els­ins í júní árið 2016. Byggði kraf­an á tíma­skrán­ingu kon­unn­ar en hún kvaðst hafa skráð sam­visku­sam­lega vinnu­tíma sinn hvern dag. Eng­in viðbrögð voru við kröf­unni og því var hún af­hent lög­manni fé­lags­ins til frek­ari inn­heimtu í júlí sama ár. Tveim­ur vik­um síðar barst svar­bréf þar sem fram kom að kon­an hefði aldrei verið á launa­skrá hjá fé­lag­inu.

Fjár­hags­legt tjón vegna um­fjöll­un­ar um man­sal

For­svarsmaður eig­and­ans seg­ir að kon­an hafi fengið laun sín greidd í reiðufé, enda hafi hún ekki verið með banka­reikn­ing hér á landi. Leiga og ann­ar kostnaður hafi hins veg­ar verið dreg­inn af laun­um henn­ar fyr­ir út­borg­un, eins og síga­rettu­kaup, kaup á tölvu, kostnaður við ís­lensku­nám, kaup á flug­miðum og út­tekt­ir í Kram­búðinni. Þess vegna hafi kon­an fengið lág­ar upp­hæðir af­hent­ar í reiðufé, líkt og lýst er í stefn­unni.

Eig­and­inn seg­ist meðal ann­ars hafa lagt út fyr­ir flug­miða fyr­ir kon­una til Tékk­lands þegar hún fór þangað í frí í maí árið 2016. Auk þess hafi hún fengið greidd­ar 65 þúsund krón­ur í reiðufé til að hafa með sér.

„Á meðan stefn­andi hafi dval­ist í Tékklandi hafi byrjað að birt­ast frétt­ir í fjöl­miðlum um meint man­sal á hót­eli stefnda sem höfðu mik­il áhrif á starf­semi stefnda og hafi valdið hon­um um­tals­verðu tjóni, bæði fjár­hags­legu og einnig á orðspori. Stefndi tel­ur aug­ljóst að stefn­andi hafi átt kveikj­una að um­ræddri um­fjöll­un í því skyni að refsa stefnda fyr­ir að greiða henni ekki það sem hún krafði hann um nokkr­um dög­um áður,“ seg­ir í dómn­um.

Bjó áfram á hót­el­inu end­ur­gjalds­laust

Eig­and­inn bend­ir á að þótt kon­an hafi hætt störf­um á hót­el­inu hafi hún haldið áfram að búa þar ásamt kær­asta sín­um. Þar hafi þau dvalið í fjóra mánuði án þess að greiða leigu. Hann seg­ir hana einnig hafa skemmt tölvu í sinni eigu. Þannig hafi hann orðið fyr­ir fjár­hags­legu tjóni af henn­ar völd­um.

Þá mót­mæl­ir hann fram­lagðri tíma­skrá henn­ar yfir unn­ar stund­ir á hót­el­inu sem rangri en skrá­in sé und­ir­staða út­reikn­ings dóm­kröfu í stefnu. Hann tel­ur að um­rædd skrá sé búin til eft­ir á í stað þess að vera sam­tíma­skrá eins og haldið er fram í stefnu. 

Stefndi held­ur því einnig fram að krafa stefn­anda sé byggð á röng­um út­reikn­ing­um hvað varðar vinnu­laun og þannig séu kröf­ur stefn­anda um or­lof, or­lof­s­upp­bót og des­em­berupp­bót jafn­framt rang­ar. Með vís­an í fram­an­greind atriði tel­ur hann að sýkna beri hann af kröfu um greiðslu.

Dóm­ur­inn tel­ur fram­lagða launa­seðla í mál­inu sem bera með sér að hafa verið gefn­ir út af tékk­nesku fé­lagi í eigu sama aðila og rekst­ar­fé­lag hót­els­ins, ekki sanna að það fé­lag hafi verið launa­greiðandi og viðsemj­andi kon­unn­ar. Ekk­ert liggi fyr­ir um að fé­lagið hafi gefið út laun­seðla mánaðarlega og sent henni, en hún hef­ur neitað því.

Jafn­framt er ekk­ert sem gef­ur til kynna að greidd­ur hafi verið tekju­skatt­ur vegna launa­greiðslna sem þó er dreg­inn frá á um­rædd­um launa­seðlum. Launa­seðlarn­ir bera það og með sér að þeir hafi all­ir verið gefn­ir út sama dag eða 10. maí 2016, þegar vinnu­sam­band­inu var lokið. Eng­in gögn hafa verið lögð fram um skatt­greiðslur af laun­um til stefn­anda þótt sam­kvæmt öll­um fram­lögðum seðlum sé gert ráð fyr­ir frá­drætti á 36,2% tekju­skatti. Ekki er gert ráð fyr­ir per­sónu­afslætti svo séð verði og ekki er getið fjölda vinnu­stunda hverju sinni eða ein­inga­verðs.

Þá bend­ir dóm­ur­inn á að þrátt fyr­ir að eig­andi fé­lags­ins hafi dregið í efa fjölda vinnu­stunda hafi eng­ar at­huga­semd­ir verið gerðar við út­reikn­ing á laun­um kon­unn­ar. Er það því niðurstaða dóms­ins að fall­ist verði á launakröfu kon­unn­ar að frá­dregn­um rúm­lega 850 þúsund krón­um, þar á meðal vegna út­tekta úr Kram­búðinni sem styðji meg­inniður­stöðu máls­ins um viðveru kon­unn­ar og aðkomu eig­and­ans fé­lags­ins að mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka