Telur sig réttkjörinn prest

Elínborg Sturludóttir
Elínborg Sturludóttir

„Ég tel mig vera rétt­kjörna í stöðu dóm­kirkjuprests,“ seg­ir El­ín­borg Sturlu­dótt­ir, ein um­sækj­enda prest­sembætt­is við Dóm­kirkj­una í Reykja­vík.

Sagt var frá því í Morg­un­blaðinu um helg­ina að eng­inn um­sækj­enda hefði hlotið meiri­hluta at­kvæða 10 manna kjör­nefnd­ar og því hefði verið kosið á nýj­an leik. Þar hefðu at­kvæði skipst jafnt milli El­ín­borg­ar og Evu Bjarg­ar Valdi­mars­dótt­ur og því hefði verið varpað hlut­kesti þar sem Eva bar hærri hlut.

El­ín­borg seg­ir rangt að hún hafi ekki hlotið meiri­hluta greiddra at­kvæða og hef­ur hún nú lagt fram form­lega kvört­un til bisk­ups Íslands, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í frétt Morg­un­blaðsins á laug­ar­dag kom fram að í fyrstu at­kvæðagreiðslu kjör­nefnd­ar Dóm­kirkj­unn­ar í Reykja­vík hlaut El­ín­borg Sturlu­dótt­ir fimm at­kvæði til prest­sembætt­is við kirkj­una, Eva Björg Valdi­mars­dótt­ir þrjú, Vig­fús Bjarni Al­berts­son eitt og einn skilaði auðu.

Marinó Þor­steins­son, formaður sókn­ar­nefnd­ar Dóm­kirkj­unn­ar, seg­ir að hljóti eng­inn meiri­hluta at­kvæða í kosn­ingu kjör­nefnd­ar sé kosið aft­ur á milli þeirra tveggja er hljóta flest at­kvæði og falli at­kvæði jöfn sé varpað hlut­kesti, sam­kvæmt 8. gr. starfs­reglna kirkj­unn­ar um val og veit­ingu prest­sembætta nr. 144/​2016.

Þær Eva og El­ín­borg fengu fimm at­kvæði hvor í síðari kosn­ing­unni en Eva varð hlut­skarp­ari í hlut­kesti og hef­ur verið ráðin í embætti prests við Dóm­kirkj­una. Und­ir­ritaði bisk­up Íslands skip­un­ar­bréfið í gær.

Marinó staðfest­ir að aðeins tíu af ell­efu kjör­nefnd­ar­mönn­um hafi mætt á fund nefnd­ar­inn­ar en sam­kvæmt fyrr­nefnd­um regl­um skal nefnd­in skipuð ell­efu full­trú­um að lág­marki og jafn­mörg­um til vara.

„Nokkr­ir aðal­menn sáu sér ekki fært að mæta og ekki náðist að kalla inn vara­menn í öll sæti,“ seg­ir Marinó, og úti­lokaði ekki að eft­ir­mál gætu orðið vegna mæt­ing­ar­inn­ar.

Áður en hægt er að aug­lýsa lausa stöðu prests þarf sókn­ar­nefnd á hverj­um stað að vinna svo­kallaða þarfagrein­ingu að sögn Marinós og í kjöl­farið aug­lýs­ir bisk­up lausa stöðu.

„Þegar um­sókn­ir liggja fyr­ir eru þær send­ar bisk­upi, sem fel­ur miðlægri mats­nefnd á Bisk­ups­stofu að fara yfir og velja fjóra til fimm hæf­ustu um­sækj­end­ur úr hópn­um. Þær um­sókn­ir eru svo send­ar kjör­nefnd, en hún er val­in af sókn­ar­nefnd. Kjör­nefnd kýs svo í leyni­legri kosn­ingu um það hver skuli hljóta aug­lýst embætti,“ seg­ir Marinó en hann tel­ur ferlið óþarf­lega flókið.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var séra Vig­fús Bjarni Al­berts­son efst­ur í hæfn­ismati mats­nefnd­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert