Þjóðgarður í stað Hvalárvirkjunar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stóra verkefnið að móta …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stóra verkefnið að móta framtíðarsýn í orkumálum. mbl.is

Kúvend­ing hef­ur orðið í umræðunni um stóriðju á Íslandi í kjöl­far vand­ræða við rekst­ur kís­il­vers United Silicon í Helgu­vík að mati Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Land­vernd­ar. „Eitt mál, þar sem heilsu fólks er ógnað, get­ur gjör­breytt af­stöðu fólks­ins.“

Hann seg­ir að á und­an­för­um árum hafi umræðan verið að fær­ast í þessa átt. Það staðfesti meðal ann­ars skoðanakann­an­ir á viðhorf­um fólks til ál­vera. Um 60% aðspurðra vilja nú þjóðgarð á miðhá­lend­inu, svo annað dæmi sé tekið.

Þessi breytta sýn sam­fé­lags­ins kall­ar að mati Guðmund­ar Inga á nýja stefnu stjórn­valda í mála­flokkn­um.

„Ég stend í þeirri mein­ingu að það hafi margt breyst í nátt­úru­vernd­ar- og um­hverf­is­mál­um frá því að deil­an um Kára­hnjúka stóð sem hæst,“ seg­ir hann. „Það er til­finn­ing mín að við séum að þokast í rétta átt. En svo koma upp ein­stök mál þar sem umræðan verður mjög hörð.“

Eitt nýj­asta dæmið er fyr­ir­huguð Hvalár­virkj­un í Árnes­hreppi á Strönd­um. Í Ófeigs­firði stend­ur til að reisa 55 MW virkj­un og nýta til þess rennsli þriggja áa; Hvalár, Rjúk­anda og Ey­vind­ar­fjarðarár. Þrjú uppistöðulón yrðu búin til á Ófeigs­fjarðar­heiði með því að koma upp fimm stífl­um við stöðuvötn sem þar eru. Rennsli í öll­um ánum mun minnka og stund­um veru­lega á ákveðnum árs­tím­um.

Hið fyr­ir­hugaða virkj­ana­svæði er auk þess í óbyggðu víðerni sam­kvæmt skil­grein­ingu nátt­úru­vernd­ar­laga. Þaðan er langt í all­ar teng­ing­ar við meg­in­flutn­ingsnet raf­orku og því þarf að leggja há­spennu­línu um lang­an veg. Fram­kvæmdaaðil­inn Vest­ur­Verk vill að hann verði lagður í jörð. „Vest­ur­Verk hef­ur hrein­lega ekk­ert um það að segja hvort jarðstreng­ur eða loftlína verði lögð, því lög­um sam­kvæmt er það Landsnets að ákveða það,“ bend­ir Guðmund­ur á.

Fossinn Drynjandi í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum.
Foss­inn Drynj­andi í Hvalá í Ófeigs­firði á Strönd­um. mbl.is/​Golli

En hvort sem slíkt verður gert eða loftlína reist þá munu upp­stöðulón, efn­istaka, rask, veg­ir lagðir til rann­sókna og línu­veg­ur valda skerðingu á víðern­un­um. Sam­kvæmt áliti Skipu­lags­stofn­un­ar munu óbyggð víðerni skerðast um 12,5-19% eft­ir því hvort lín­an er lögð í jörð eður ei.

Á svipuðum slóðum eru nú einnig uppi hug­mynd­ir um aðra virkj­un, Aust­urgils­virkj­un og ef af henni yrði myndi skerðing­in nema 530 km2 eða um 35% af víðern­um svæðis­ins. Sá fer­kíló­metra­fjöldi er tutt­ugufalt meiri en stærðarviðmið nátt­úru­vernd­ar­laga fyr­ir víðerni.

Hvalár­virkj­un var sett í ork­u­nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar á Alþingi árið 2013. Rök­stuðning­ur­inn var sá að um væri að ræða eina virkj­un­ar­kost­inn á Vest­fjörðum sem met­inn var af öll­um fag­hóp­um. „Virkj­un á Vest­fjörðum skipt­ir miklu máli fyr­ir raf­orku­ör­yggi þar,“ stóð í rök­stuðningn­um.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Land­vernd mót­mælti því að Hvalár­virkj­un færi í nýt­ing­ar­flokk en Guðmund­ur Ingi viður­kenn­ir að Land­vernd og önn­ur nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hefðu mátt leggj­ast bet­ur yfir þessa virkj­un­ar­hug­mynd á þeim tíma­punkti. Mjög marg­ar hug­mynd­ir víða um land hafi verið til um­fjöll­un­ar á sama tíma vegna ramm­a­áætl­un­ar. „Þó svo að virkj­un­ar­hug­mynd sé sett í nýt­ing­ar­flokk þá þýðir það alls ekki að þar með verði sjálf­krafa og án allr­ar um­fjöll­un­ar virkjað þó að það virðist vera upp­lif­un margra á þessu ferli. Í þessu til­viki átti til dæm­is eft­ir að vinna mat á um­hverf­isáhrif­um virkj­un­ar­inn­ar og það leiddi síðan í ljós mjög nei­kvæð áhrif á nátt­úr­una. Slíkt mat á auðvitað alltaf að hafa áhrif á loka­ákvörðun um hvort virkjað verði eða ekki.“

Land­vernd voru einu fé­laga­sam­tök­in sem gerðu at­huga­semd­ir við frummats­skýrslu fram­kvæmdaaðilans Vest­ur­verks á um­hverf­isáhrif­um fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar og gerðu líka al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við aðal­skipu­lag Árnes­hrepps árið 2010.

Í apríl gaf svo Skipu­lags­stofn­un út álit sitt á mats­skýrsl­unni. Niðurstaðan var sú að virkj­un­in myndi hafa nei­kvæð áhrif á flesta þá þætti sem voru til skoðunar.

Í álit­inu er fjallað ít­ar­lega um óbyggð víðerni og stöðuvötn­in og foss­ana á heiðinni sem njóta sér­stakr­ar vernd­ar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Sam­kvæmt lög­un­um má ekki raska þeim nema að brýna nauðsyn beri til og að al­manna­hags­mun­ir séu í húfi.

„En svo má spyrja, hver er þessi brýna nauðsyn? Eins og mál­in líta út núna þá mun Hvalár­virkj­un og teng­ing­ar henn­ar við flutn­ingsnetið engu máli skipta hvað varðar raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum nema ráðist verði í hring­teng­ingu raf­magns á Vest­fjörðum sem kæm­ist senni­lega aldrei á fyrr en að 15-20 árum liðnum ef vel gengi,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Raf­magnið á að leiða yfir Ófeigs­fjarðar­heiði og niður í Djúp og þaðan lík­lega í Kolla­fjörð á Barðaströnd og í Vest­ur­línu sem flyt­ur raf­magn inn á Vest­f­irði. „Það sem næst með þessu er að setja meira raf­magn á lín­una og þá mögu­lega á leiðina til Ísa­fjarðar. En raf­orku­ör­yggið snýst ekki um að það vanti raf­magn held­ur að það geta verið tíðar bil­an­ir á loftlín­um á leiðinni frá tengi­virk­inu í Geira­dal [við Gils­fjörð], að Mjólkár­virkj­un og þaðan inn á suðurf­irðina og til Ísa­fjarðar. Þannig að ef menn vilja bæta af­hend­ingarör­yggið á Vest­fjörðum þá setja menn þess­ar lín­ur, sem út­sett­ar eru fyr­ir bil­un­um, í jörð sem allra fyrst. Það ætti að taka mun skemmri tíma en að bíða eft­ir öll­um þess­um virkj­un­um.“

Guðmund­ur Ingi velt­ir líka fyr­ir sér kostnaðinum við að koma upp nýj­um tengipunkti í Djúpi sem til þarf vegna Hvalár­virkj­un­ar og raflínu þaðan og á Barðaströnd. „Það er lík­legt að þessi kostnaður verði hár og Landsnet hef­ur ekki aðrar bjarg­ir en þær að velta hon­um yfir á gjald­skrá sína sem þýðir að raf­orku­verð til al­menn­ings myndi hækka.“

Hann bend­ir enn­frem­ur á að orku­fyr­ir­tæk­in, sem selja stóriðju­fyr­ir­tæk­um raf­magn, þyrftu að taka um­fram­kostnað vegna upp­bygg­ing­ar­inn­ar á sig þar sem stóriðjan sé var­in fyr­ir slíku í raf­orku­samn­ing­um sín­um. „Þá erum við far­in að tala um að al­menn­ing­ur og fyr­ir­tæki í eigu al­menn­ings yrðu far­in að niður­greiða einkafram­kvæmd. Og hvernig hljóm­ar það?“

Guðmund­ur Ingi seg­ir að umræðan um Hvalár­virkj­un minni um margt á þá sem varð í kring­um Kára­hnjúka. Byggðapóli­tík­inni sé enn beitt af afli til að rétt­læta óaft­ur­kræf­ar fram­kvæmd­ir. Kára­hnjúka­virkj­un naut stuðnings stjórn­mála­manna sem vildu snúa byggðaþróun við með mik­illi inn­spýt­ingu í at­vinnu­lífið á Aust­ur­landi. En hvorki Árnes­hrepp­ur né Vest­f­irðir fái neina inn­spýt­ingu með Hvalár­virkj­un til lengri tíma litið.

„Eitt hef­ur hins veg­ar ekki breyst frá því að umræðan um Kára­hnjúka stóð sem hæst og það er að enn eru þau rök sett fram hvað varðar Hvalár­virkj­un að fáir komi á svæðið og því sé betra að virkja það. Ferðamennska hef­ur enn sem komið er ekki verið mik­il á þess­um hluta lands­ins en það ger­ir svæðið ekk­ert minna verðmætt. Það eru þarna stór víðerni. Með Kára­hnjúka­virkj­un voru stór víðerni klof­in í herðar niður. Það er eitt­hvað sem við ætt­um að var­ast að gera aft­ur. Við ber­um líka alþjóðlega ábyrgð þegar kem­ur að vernd þeirra. Ein­fald­lega vegna þeirr­ar staðreynd­ar að á Íslandi eru ein stærstu ósnortnu víðerni Evr­ópu. Þetta set­ur okk­ur í þá stöðu að þurfa að standa sér­stak­lega vörð um þau. Þessi fyr­ir­hugaða fram­kvæmd er aug­ljós­lega í mót­sögn við það.“

Í Árnes­hreppi á Strönd­um búa rétt inn­an við fimm­tíu manns og þar af hafa þar um þrjá­tíu vet­ur­setu. „Yngsti bónd­inn er rúm­lega fimm­tug­ur,“ seg­ir Guðmund­ur um sam­fé­lagið á Strönd­um. „Tvær barna­fjöl­skyld­ur fluttu úr hreppn­um í fyrra og alls tíu manns. Þetta er sárt að horfa upp á og eðli­lega vill fólk fá eitt­hvað til að reyna að bjarga sam­fé­lag­inu. En ef fólk á þessu svæði hef­ur raun­veru­leg­an vilja til að byggja upp sam­fé­lagið og laða að sér ungt fólk, eins og ég veit svo sann­ar­lega að það hef­ur, þá er þessi virkj­un ekki svarið. Hrepps­bú­ar vilja tvennt; fleira fólk og bætt­ar sam­göng­ur árið um kring. En það fær hvor­ugt með Hvalár­virkj­un.“

Guðmundur Ingi ásamt hópi fólks við Rjúkandafoss í Rjúkanda á …
Guðmund­ur Ingi ásamt hópi fólks við Rjúk­anda­foss í Rjúk­anda á Ófeigs­fjarðar­heiði í sum­ar.

Á aðal­fundi sín­um í vor setti Land­vernd fram hug­mynd um þjóðgarð á svæðinu. Hún var svo kynnt fyr­ir heima­mönn­um á íbúa­fundi í júní. Miðað við reynslu af öðrum þjóðgörðum á Íslandi myndu skap­ast 1-2 heils­árs­störf í upp­hafi auk þess sem ráða þyrfti tölu­verðan fjölda til land­vörslu og fleiri starfa yfir sum­ar­tím­ann. „Það væri því mjög öfl­ug byggðaaðgerð,“ seg­ir Guðmund­ur um mögu­leika til upp­bygg­ing­ar í Árnes­hreppi. „Það er hægt að beita friðlýs­ing­um til að bæði vernda nátt­úr­una og búa til fjöl­breytt at­vinnu­tæki­færi. Svo hún get­ur vissu­lega verið arðbær.“

Hægt væri að tengja svæðið friðland­inu á Horn­strönd­um. Mögu­legt væri að hafa byggðina í Árnes­hreppi inni á vernd­ar­svæðinu eða utan þess. „Þetta er byggð við ysta haf með fjöl­breytt­ar minj­ar um bú­setu, at­vinnu­hætti og sögu þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi, „og þarna liggja tæki­færi í ferðaþjón­ustu framtíðar­inn­ar þar sem sí­fellt er leitað að ein­hverju sem er öðru­vísi og sér­stakt.“

Það tek­ur tíma að stofna þjóðgarð. En það sama má segja um að byggja virkj­un, t.d. gera áætlan­ir varðandi Hvalár­virkj­un ráð fyr­ir alls fjór­um og hálfu ári, einu í und­ir­bún­ings­fram­kvæmd­ir og vega­gerð og þrem­ur í bygg­ing­ar­tíma virkj­un­ar­inn­ar sjálfr­ar. Þá er ekki talið með rann­sóknaund­ir­bún­ing­ur, mat á um­hverf­isáhrif­um eða skipu­lags­breyt­ing­ar. „Það tók hins veg­ar fjög­ur ár að koma Þjóðgarðinum Snæ­fells­jökli á kopp­inn eft­ir að und­ir­bún­ings­nefnd að stofn­un hans skilaði loka­skýrslu sem var grunn­ur að stofn­un þjóðgarðsins,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Í hvert sinn sem nýr áfangi ramm­a­áætl­un­ar er tek­inn fyr­ir bæt­ist í ork­u­nýt­ing­ar­flokk henn­ar. Á sama tíma vant­ar stefnu um í hvað eigi að nota ork­una, verði hún virkjuð. „Því kom­ast marg­ar hug­mynd­ir í um­ferð; frek­ari stóriðja, sæ­streng­ur til Evr­ópu, upp­bygg­ing gagna­vera og kís­il­vera og svo það nýj­asta: Orku­skipt­in,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi. „Við get­um ekki gert þetta allt sam­an og því þurf­um við skýra sýn og for­gangs­röðun. Við erum með auðlind sem er tak­mörkuð því hún er eft­ir­sókn­ar­verð í mörg­um geir­um. Á meðan það er ekki stefna um í hvað eigi að nota ork­una eða hve mikla orku við ætl­um að fram­leiða, og á sama tíma er dælt inn í nýt­ing­ar­flokk­inn, þá þjón­ar ramm­a­áætl­un aðallega hags­mun­um þeirra sem vilja virkja meira.“

Guðmund­ur Ingi seg­ir þetta stóra verk­efnið, að marka stefnu til framtíðar. „Og um hana þarf að skap­ast sátt.“

Hann von­ar að sú óánægja sem skapaðist í kjöl­far vand­ræða kís­il­vers United Silicon í Helgu­vík eigi eft­ir að vekja sam­fé­lagið og stjórn­völd til um­hugs­un­ar um fram­haldið. „Við Íslend­ing­ar þurf­um kannski að hugsa þetta svo­lítið upp á nýtt. Í hvað á ork­an okk­ar að fara?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert