Verði að „raunhæfri aðgerðaáætlun“ í meðferð kynferðisbrota

Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins hefur skilað lokadrögum að …
Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins hefur skilað lokadrögum að aðgerðaráætlun til dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen. mbl.is/Eggert

Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Þetta eru á meðal fjölmargra aðgerða sem gætu komið til framkvæmda strax í aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins og er að finna í lokadrögum samráðshópsins. Tillögur um aðgerðir hópsins ná til áranna 2018-2022. 

Vinna við áætlunina hefur staðið yfir í ár en Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, skipaði samráðshópinn í mars 2016 og fól honum að setja fram tillögur um aðgerðir með það að markmiði að tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við rannsókn mála á þessu sviði og auka traust á réttarvörslukerfinu.

Þegar hefur verið ráðist í ýmsar aðgerðir að undirlagi samráðshópsins um meðferð kyn­ferðis­brota inn­an rétt­ar­vörslu­kerf­is­insMá þar nefna sem dæmi samræmingu gátlista og verkferla, styttingu málsmeðferðartíma innan kerfisins, bætt gagnaflæði í réttarvörslukerfinu, vinnu að fullgildingu samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi (Istanbúl-samningsins). Einnig var miðstöð fyr­ir þolend­ur of­beld­is í Bjark­ar­hlíð við Bú­staðaveg form­lega opnuð fyrr á árinu og byggði á fyrstu til­lög­um sam­ráðshópsins og var lögð fram 1. júní 2016.

Á meðal aðgerða sem gætu komið til framkvæmda 2018-2022 á neyðarmóttöku  Landspítala - háskólasjúkrahúss er meðal annars lagt til eftirfarandi: Að verklag í kynferðisbrotum um allt land verði samrýmt, tryggð verði viðunandi vinnuaðstaða sem m.a. felst í endurskoða vinnurými og móttökuaðstöðu innan neyðarmóttöku til þess að upplifun brotaþola af komu þangað verði gerð auðveldari og jákvæðari, upplýsingaflæði verði aukið, skráningarform verði uppfærð og réttargæslumenn verði á neyðarmóttöku.

„Samráðshópurinn vonast til þess að afraksturinn af vinnu hans verði að raunhæfri aðgerðaáætlun dómsmálaráðuneytisins til næstu ára, þar sem sérstaklega er tekið á meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins.“ Þetta kemur fram í skýrslunni. 

María Rut Kristinsdóttir, sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, er formaður samráðshópsins en ásamt henni sátu í hópnum fulltrúar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, ríkissaksóknara, héraðssaksóknara, neyðarmóttöku Landspítala háskólasjúkrahúss, dómstólaráðs og Lögmannafélags Ísland

Hér má sjá lokadrögin.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert