Frítt að pissa í Hörpu

Ferðamenn leita gjarnan á náðir Hörpu þegar náttúran kallar.
Ferðamenn leita gjarnan á náðir Hörpu þegar náttúran kallar. Eggert Jóhannesson

Gjald­töku á sal­ern­un­um í Hörpu hef­ur verið hætt. Þetta staðfest­ir Svan­hild­ur Kon­ráðsdótt­ir, for­stjóri Hörpu, í sam­tali við mbl.is. Aðspurð seg­ir Svan­hild­ur alltaf hafa legið fyr­ir að gjald­tak­an væri tíma­bund­in til­raun.

Byrjað var að rukka fyr­ir kló­sett­ferðir 19. júní síðastliðinn og þurfti þá að reiða fram 300 krón­ur til að bregða sér á sal­ernið. Lagðist það mis­vel í menn. Vörður gætti sal­ern­anna og passaði að eng­inn kæm­ist inn nema að greiða, fyr­ir utan þá sem sóttu viðburði í hús­inu.

Ekki feng­ust upp­lýs­ing­ar um hversu marg­ir hefðu greitt fyr­ir notk­un­ina meðan á gjald­töku stóð eða hvort hún hefði staðið und­ir launa­kostnaði varðar­ins.

Í sam­tali við Vísi í sum­ar sagði Diljá Ámunda­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Hörpu, að loks hefði Harpa sama hátt­inn á og aðrar menn­ing­ar­stofn­an­ir í heim­in­um og rukkaði fyr­ir aðgang að sal­erni. „Það er kannski erfitt að halda úti fríu al­menn­ingskló­setti í húsi sem hef­ur fengið arki­tekta­verðlaun.“

En nú er það sem sagt raun­in. Ekki náðist í Diljá við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert