Glitnir höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni

Glitnir HoldCo höfðar í dag staðfestingamál gegn fréttum Stundarinnar og …
Glitnir HoldCo höfðar í dag staðfestingamál gegn fréttum Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptavinum bankans. mbl.is/Eggert

Glitnir HoldCo ehf. höfðar í dag staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptavinum Glitnis. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnir HoldCo, í samtali við mbl.is.

Glitnir HoldCo fór á föstudaginn fyrir rúmri viku fram á lögbann gegn birtingu Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media ehf. á frétt­um sem unn­ar eru upp úr gögn­um um viðskiptavini Glitnis, m.a. um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, sem forsvarsmenn Glitn­is segja vera stolin.

Í dag rennur út frestur til að höfða staðfestingarmálið og hefði lögbannið fallið úr gildi, yrði mál ekki höfðað. 

Greint var frá því í síðustu viku að ekki yrði farið fram á lögbann gegn breska fjölmiðlinum Guardian, sem fjallað hefur um gögnin í samstarfi við íslensku fjölmiðlana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert