Rannsókn á manndrápi á Hagamel lokið

Morðið var framið í september en maðurinn sem framdi það …
Morðið var framið í september en maðurinn sem framdi það hefur setið í gæsluvarðhaldi frá þeim tíma. mbl.is/Golli

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gamalli konu frá Lettlandi, er lokið. Verið er að vinna yfirlitsskýrslu um málið og verður það sent embætti héraðssaksóknara á næstu dögum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu RÚV. Játning liggur fyrir í málinu.

Karlmaður, sem grunaður er um árásina, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 21. september eftir að hafa verið handtekinn í íbúð á Hagamel þar sem Braune leigði herbergi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert