Gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið konunni Sanitu Braune að bana á Hagamel 21. september var framlengt um fjórar vikur í dag.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Maðurinn var leiddur fyrir dómara fyrr í dag og verður í gæsluvarðhaldi til 24. nóvember.
Farið var fram á áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna.
Atburðarásin liggur fyrir að mestu leyti. Hinn grunaði hefur játað að hafa slegið til Sanitu og veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki.