Ítrekað brotið á útlendingum

Mynd úr safni af byggingarframkvæmdum en meðal þeirra atvinnugreina þar …
Mynd úr safni af byggingarframkvæmdum en meðal þeirra atvinnugreina þar sem brotið er á útlendingum er í byggingariðnaði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Brotastarfsemi á vinnumarkaði gegn erlendu launafólki er mjög vaxandi og daglegt viðfangsefni verkalýðsfélaga. Felast brotin t.a.m. í félagslegum undirboðum, að laun séu ekki greidd í samræmi við kjarasamninga og að starfsfólki sé boðinn slæmur aðbúnaður og dýrt húsnæði. Í verstu tilfellum verður ekki annað séð en að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða, en tilvikin snúa oft að starfsmannaleigum.

Sigurður Bessason, formaður Eflingar og varaforseti ASÍ, segir starfsemi sem þessa stundaða í skjóli þess að erlent starfsfólk þekki ekki rétt sinn hér á landi.

Gæti þurft að skoða starfsleyfi

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að skoða gæti þurft hvaða afleiðingar það hefði í för með sér ef brotið væri gegn starfsmönnum á vegum starfsmannaleiga. „Það þyrfti þá að skoða hvaða áhrif það gæti haft á starfsleyfi viðkomandi fyrirtækis hér á landi,“ segir hann.

Aðspurður kveður Þorsteinn lausnina ekki vera að herða regluverkið, heldur sé efling eftirlits með atvinnustarfsemi vænlegri til vinnings. „Þetta er alltaf sami eltingaleikurinn. Í verstu tilvikunum er verið að leita eltast við þá sem vísvitandi brjóta lög og þá skiptir kannski litu hvaða reglur eru settar. Þær eru brotnar engu að síður,“ segir hann og nefnir að fjármagn til Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlitsins, hafi verið aukið um tuttugu milljónir í haust.

Þorsteinn segir að auk viðkomandi starfsmanna, séu hagsmunir ríkissjóðs og heiðarlegra fyrirtækja undir þegar um þessi mál ræðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka