Fer fram á 4 milljónir í miskabætur

Ástu Kristínu Andrésdóttur létt eftir að hún hafði verið sýknuð …
Ástu Kristínu Andrésdóttur létt eftir að hún hafði verið sýknuð í desember 2015. mbl.is/Jón Pétur

Aðalmeðferð í skaðabóta­máli Ástu Krist­ín­ar Andrés­dótt­ur, sem var sýknuð í des­em­ber 2015 af ákæru um mann­dráp af gá­leysi vegna starfa sinna sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur á Land­spít­al­an­um, gegn ís­lenska rík­inu hefst í Héraðsdómi Reykja­vík­ur klukk­an 9.5 í dag.

Vitna­leiðslur fara fram fyr­ir há­degi og málið verður síðan flutt eft­ir há­degi að sögn Ein­ars Gauts Stein­gríms­son­ar, lög­manns Ástu Krist­ín­ar. Fer hún fram á fjór­ar millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur vegna málsmeðferðar lög­reglu og ákæru­valds­ins í mál­inu.

Miska­bótakraf­an snýr að því meðal ann­ars að ekki hafi verið staðið rétt að rann­sókn máls­ins og hrapað hafi verið að álykt­un­um. Grund­völl­ur ákæru hafi í raun verið yf­ir­heyrsl­ur sem fram hafi farið á Land­spít­al­an­um sem einnig hafi verið ákærður í mál­inu.

Ein­ar Gaut­ur bend­ir á í yf­ir­liti yfir helstu máls­ástæður að þannig hafi gagna verið aflað án þess að Ásta Krist­ín hefði rétt­ar­stöðu sak­born­ings. Yf­ir­heyrsl­an á Land­spít­al­an­um hafi enn­frem­ur farið fram þegar ljóst er að Ásta Krist­ín hafi verið í áfalli.

Ein­ar seg­ir við mbl.is aðra kröfu einnig í loft­inu um bæt­ur vegna var­an­legra af­leiðinga vegna máls­ins fyr­ir skjól­stæðing hans sem ekki sé rek­in í þessu máli. 

Einar Gautur Steingrímsson.
Ein­ar Gaut­ur Stein­gríms­son. mbl.is/​Jón Pét­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka