Heilbrigðisráðherra fór á kostum

Tón­list­ar­hátíðin Ice­land Airwaves hófst á miðvikudag en gríðarleg stemning var á öðru kvöldi hátíðarinnar í gær. Ljós­mynd­ari mbl.is var á ferðinni og myndaði þá stemn­ingu sem var í gangi í miðborg Reykja­vík­ur þar sem tón­list­ar­unn­end­ur drukku í sig ís­lensk­ar tón­bylgj­ur.

Hip-hop var áberandi, líkt og kvöldið áður, í Listasafni Reykjavíkur. Þar komu meðal annars fram Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti og Aron Can. Reykjavíkurdætur luku kvöldinu þar með miklum látum.

Meðal annarra sem trylltu lýðinn í gærkvöldi voru Grísalappalísa, HATARI, Vök og Dr. Spock, þar sem Óttarr Proppé var með gula hanskann á lofti. Megas bauð upp á ljúfa tóna í Þjóðleikhúsinu.

Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert