Voru á leiðinni í Hríseyjarferjuna

Hríseyjarferjan Sævar.
Hríseyjarferjan Sævar. mbl.is/Sigurður Bogi

Talið að foreldrar með ungt barn hafi verið á leiðinni í Hríseyjarferjuna Sævar þegar bíll þeirra fór í sjóinn við ferjubryggjuna í gær með þeim afleiðingum að þau létust. 

Þetta segir lögreglan á Dalvík. 

Einhver hálka var á svæðinu þar sem slysið varð en rannsókn stendur yfir á slysstaðnum.

Nokkur vitni voru að banaslysinu, að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Ekki er búið að taka skýrslur af þeim. 

Bíll fjölskyldunnar var hífður upp úr höfninni í gær og fluttur til Akureyrar. Fulltrúi frá rannsóknarnefnd samgönguslysa er kominn til Akureyrar og mun hann skoða bílinn. 

Ekki er unnt að birta nöfn þeirra sem létust að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka