Tónleikagestir mæti snemma vegna vonskuveðurs

Hljómsveitin Mumford & Sons kemur fram í Valshöllinni í kvöld.
Hljómsveitin Mumford & Sons kemur fram í Valshöllinni í kvöld.

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hvetja þá sem ætla að sjá hljómsveitina Mumford & Sons í kvöld að mæta tímanlega enda veðurspáin mjög slæm. Tónleikarnir fara fram í Valshöllinni og verður húsið opnað kl. 18. Hljómsveitin mun hins vegar ekki stíga á svið fyrr en 22:30.

Grímur Atlason, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir í tilkynningu að það taki að hvessa samkvæmt spá seinnipartinn í dag en bendir á að veðrið eigi að ná hámarki í kringum kl. 21-22 í kvöld og ganga niður áður en dagskrá lýkur.

„Tekin hefur verið ákvörðun um að opna Valshöllina kl. 18 vegna þessa þannig að fólk verði komið í hús áður en versta veðrið gengur yfir. Við hvetjum fólk til þess að taka tillit til þessa,“ segir í tilkynningunni. 

Dagskrá í Valshöllinni:

  • 18:00  Húsið opnað
  • 20:00  Árstíðir
  • 21:10  Axel Flovent
  • 22:30  Mumford & Sons
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert