Allt áætlunarflug á tíma í dag

Áætlunarflug WOW air á að vera á tíma í dag, …
Áætlunarflug WOW air á að vera á tíma í dag, en sjö klukkustunda seinkunn varð að meðallagi á ferðum flugfélagsins í gær.

Ofsa­veðrið í gær hafði áhrif á 19 flug­leiðir WOW air og um 3.500 farþega. Þetta seg­ir Svan­hvít Friðriks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi WOW air. Hún seg­ir allt áætl­un­ar­flug flug­fé­lags­ins hins veg­ar vera á tíma í dag.

Þrjár vél­ar WOW air, sem áttu að fljúga til Norður-Am­er­íku síðdeg­is í gær, hafi hins veg­ar ekki lagt af stað fyrr en í nótt. „Það eru allt vél­ar sem áttu að fara á loft á þeim tím­aramma sem storm­ur­inn stóð sem hæst og lokað var á flug frá Kefla­vík­ur­flug­velli,“ seg­ir Svan­hvít og kveður meðal­s­eink­un á áætl­un­ar­flugi flug­fé­lags­ins hafa verið um sjö klukku­stund­ir. „Því miður þurfti síðan að af­lýsa flugi til og frá Chicago, Baltimore, Pitts­burgh, Montreal og Alican­te,“ bæt­ir hún við.

Flug WOW air til Chicago, Baltimore, Pitts­burgh og Montreal virðist hins veg­ar allt vera á áætl­un í dag. Þá mun vél­in sem fara átti til Alican­te í gær fljúga þangað í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert