Starfsmenn þriggja fjölmiðla voru boðaðir til skýrslutöku hjá Embætti héraðssaksóknara um helgina vegna rannsóknar á gagnaleka úr Glitni.
Um er að ræða alls tólf starfsmenn hjá Ríkisútvarpinu, Stundinni og 365 miðlum, að því er Rúv greinir frá.
Embættið rannsakar nú gagnaleka úr Glitni á grundvelli tveggja kæra sem Fjármálaeftirlitið hefur lagt fram en að því er fram kemur í frétt Rúv um málið segist héraðssaksóknari ekki geta tjáð sig um rannsóknina að öðru leyti en því að hún standi yfir.