Grái kötturinn farinn í hundana

Kaffihúsið Grái kötturinn er farið í hundana í bókstaflegri merkingu en í síðastliðinni viku voru hundar þar boðnir velkomnir. „Það hafa ekki verið nein vandamál. Öðrum gestum, sérstaklega útlendingum, finnst þetta skemmtilegt,“ segir Ásmundur Helgason, eigandi kaffihússins. 

mbl.is kom við á Gráa kettinum þar sem ferfætlingar sátu við fætur eigenda sinna í síðustu viku. Þar á meðal var Herdís Hallmarsdóttir, sem jafnframt er formaður Hundaræktarfélags Íslands. Hún segir þessa breytingu, þar sem kaffihúsaeigendum er í sjálfsvald sett hvort þeir taki á móti hundum, löngu tímabæra. 

Í myndskeiðinu er Ásmundi ruglað saman við Gunnar bróður sinn - beðist er velvirðingar á þeim mistökum.

Hundar eru nú velkomnir á Gráa Kettinum.
Hundar eru nú velkomnir á Gráa Kettinum. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert