Tré í garði Vigdísar rifnaði upp með rótum

Hér sést vel hve nálægt húsinu tréð liggur.
Hér sést vel hve nálægt húsinu tréð liggur. mynd/Vigdís Hauksdóttir

„Þetta er al­veg ótrú­legt. Þetta er meira að segja bak­g­arður,“ seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem horfði á gam­alt reyni­tré rifna upp með rót­um í garðinum hjá sér í gær­kvöldi þegar veðrið var sem verst. Hún er bú­sett í Hlíðunum í Reykja­vík.

Þrátt fyr­ir að garður­inn sé nú eitt gapandi sár þakk­ar Vig­dís fyr­ir að tréð féll akkúrat á þeim stað sem það gerði. Hefði það fallið ann­ars staðar hefði tjónið getað orðið mikið. „Ég held að það það séu all­ir íbú­ar í hús­inu fegn­ir að sitja ekki núna í fok­held­um íbúðum, því hefði tréð fallið á húsið þá hefði það brotið glugga á öll­um hæðum,“ seg­ir Vig­dís, en á mynd­um má sjá að tréð ligg­ur al­veg upp við húsið.

Vigdís trúði ekki sínum eigin augum þegar tréð lagðist á …
Vig­dís trúði ekki sín­um eig­in aug­um þegar tréð lagðist á hliðina. mbl.is/​Styrm­ir Kári

„Það ligg­ur al­veg upp við húsið og bíl­skúr sem til­heyr­ir þriðju hæðinni. Svo er hérna grind­verk á milli lóða og það er ekki ein spýta brot­in. Tréð fór á óskastað. Það bara féll og dó drottni sín­um ná­kvæm­lega þar sem ekk­ert tjón hlaust af því.“

Vig­dís bend­ir á að um reyni­tré séð að ræða með stóra og fal­lega krónu sem hafi haft sitt að segja í sterk­um vind­hviðum. „Krón­an hef­ur tekið svona svaka­lega á sig,“ út­skýr­ir hún.

„Við vor­um að ræða það í hús­fé­lag­inu í sum­ar að við þyrft­um að láta saga tréð niður því það var farið að vagga svo­lítið, en svo varð ekk­ert úr því, eins og ger­ist og geng­ur. Nú þurf­um við samt að gera eitt­hvað fyrst tréð er fallið.“

Tréð vaggaði nokkrum sinnum til og frá áður en það …
Tréð vaggaði nokkr­um sinn­um til og frá áður en það rifnaði al­veg upp með rót­um og lagðist á hliðina. mynd/​Vig­dís Hauks­dótt­ir

Vig­dís og aðrir íbú­ar húss­ins urðu vel var­ir við það þegar tréð fór að losna í gær­kvöldi, en það hætti sér hins veg­ar eng­inn út að kanna aðstæður vegna veðurofs­ans. Vig­dís fylgd­ist með at­b­urðarás­inni út um glugg­ann. „Tréð fór alltaf lengra og lengra í hviðunum, al­veg þangað til það fór yfir um í einni stórri hviðu.“

Hún tel­ur að þetta hafi gerst um hálf­níu­leytið þegar vind­styrk­ur­inn var hvað mest­ur, en trúði þó varla sín­um eig­in aug­um. „Ég hefði trúað því að svona gæti gerst uppi á Kjal­ar­nesi eða und­ir Hafn­ar­fjalli, ekki í bak­g­arði í Hlíðunum.“

Um er að ræða gamalt reynitré sem rætt hafði verið …
Um er að ræða gam­alt reyni­tré sem rætt hafði verið um að saga niður. mynd/​Vig­dís Hauks­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert