Exeter-húsið verður endurbyggt

Exeter-húsið áður en það var rifið.
Exeter-húsið áður en það var rifið.

Samkomulag liggur fyrir um endurbyggingu Exeter-hússins við sem stóð við Tryggvagötu í Reykjavík en var rifið í óleyfi í fyrra. 

Haft er eftir Pétri Ármannssyni, sviðstjóra hjá Minjastofnun Íslands, í frétt Ríkisútvarpsins að lítið sem ekkert sé mögulegt að nýta af timbrinu úr gamla húsinu. Lögregla hefur lokið rannsókn á málinu og sent það til héraðssaksóknara.

Frétt mbl.is: Framkvæmdir við Exeter-húsið hafnar

Fram kemur að Minjastofnun, Reykjavíkurborg og Mannverk hafi náð samkomulagi um endurbyggingu hússins. Ekki sé hins vegar til teikningar af húsinu og því verði að fara eftir ljósmyndum og öðrum gögnum. 

Svæðið þar sem Exeter-húsið stóð.
Svæðið þar sem Exeter-húsið stóð. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert