Mælivilla í niðurstöðum PISA

Sigurbjörg Jónsdóttir kennari.
Sigurbjörg Jónsdóttir kennari.

„Þegar PISA er kynnt fyrir nemendum er þeim sagt að þeir séu að fara að taka próf sem þeir fái ekki einkunn fyrir og skili þeim í raun engu. Þetta eru 15-16 ára krakkar og maður spyr sig hversu mikið þeir leggja sig fram. Ég veit að sums staðar hefur þeim verið lofað pítsu að launum. Ég hugsa að ansi margir setji bara X einhvers staðar.“

Þetta segir Sigurbjörg Jónsdóttir kennari í Morgunblaðinu í dag um lokaritgerð sína í meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Sigurbjörg kynnti sér PISA-verkefnið sem hefur verið umdeilt hér á landi, enda hafa íslenskir nemendur ekki komið vel út úr alþjóðlegum samanburði.

„Þegar ég fór svo að kafa betur ofan í PISA-verkefnið kemur í ljós að það er mikil mælivilla í niðurstöðunum hér á landi. Við erum einfaldlega svo fá hér. Í öðrum löndum OECD eru tekin úrtök nemenda, fjögur til sex þúsund, en hér á landi taka allir prófið. Þar að auki svara krakkarnir hér aðeins 60 spurningum af 120 og í fámennum skólum eru ekki allar spurningar lagðar fyrir. Svo hefur þýðingunni verið ábótavant, eins og fram hefur komið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka