Nokkur íslensk nöfn í Paradísarskjölunum

Íslendingar eru meðal þeirra sem nýttu sér skattaskjól samkvæmt skjölum …
Íslendingar eru meðal þeirra sem nýttu sér skattaskjól samkvæmt skjölum Appleby-lögmannsstofunnar á Bermúda. AFP

Meðal þeirra einstaklinga sem finna má í Paradísarskjölunum svokölluðu eru nöfn íslensku fjárfestanna Björgólfs Thors Björgólfssonar, Gísla Hjálmtýssonar og Róberts Guðfinnssonar. Þá eru nokkrir starfsmenn Landsvirkjunar einnig í skjölunum, en þeir höfðu verið í stjórn dótturfélags Landsvirkjunar sem heitir Icelandic power insurance limited og er tryggingafélag fyrir eignir Landsvirkjunar hér á landi. Einnig kemur fram svipað dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta var meðal þess sem kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv í kvöld.

Skjöl­in koma inn­an úr lög­fræðistof­unni App­le­by á Bermúda­eyj­um og inn­an úr Asiaciti-sjóðnum í Singa­púr. Í skjöl­un­um eru einnig upp­lýs­ing­ar úr 19 fyr­ir­tækja­skrám á þekkt­um lág­skatta­svæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayma­n-­eyj­um. Það var þýska blaðið Süddeutsche Zeit­ung sem komst yfir gögn­in og deildi með alþjóðleg­um sam­tök­um rann­sókn­ar­blaðamanna, ICIJ, Reykja­vik Media og 96 fjöl­miðlum í 67 lönd­um.

Félögin sem Björgólfur og Gísli tengdust eru skráð á Bermuda, en félagið sem Róbert á er á Möltu.

Lekinn er svipaður og Panamaskjölin svokölluðu, en í þetta skiptið eru Íslendingar mun færri en þá.

Þegar Panamaskjölin komu fram var einnig greint frá því að Landsvirkjun og OR ættu slík dótturfélög. Í þættinum í kvöld kom fram að Landsvirkjun hefði síðan þá tekið ákvörðun um að halda áfram að nota félagið undir tryggingar sínar, en Orkuveitan hætti því eftir umfjöllunina um Panamaskjölin. Sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, að sú ráðstöfun kostaði fyrirtækið um 50 milljónir á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert