Fyrirtaka fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrirtækisins Forystu ehf. gegn Framsóknarflokknum. Málið snýr að ógreiddum gjöldum vegna vinnu sem fyrirtækið vann fyrir Framsóknarflokkinn snemma árs í fyrra vegna væntanlegra alþingiskosninga vorið 2017.
Ekkert varð af kosningunum vorið 2017 en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að nafn hans kom upp í Panama-skjölunum vorið 2016 og var boðað til kosninga þá um haustið.
Forysta er skráð sem fyrirtæki sem sér um að miðla fréttum og dægurmálatengdu efni. Viðar Garðarsson er ábyrgðarmaður Forystu en hann vildi ekki tjá sig um málið þegar mbl.is leitað viðbragða hjá honum.
Hann gat þó staðfest málsvexti en greiðslan sem Forysta telur að Framsóknarflokkurinn skuldi fyrirtækinu eru um sex milljónir króna, fyrir utan dráttarvexti. Málflutningur fer fram í málinu 14. febrúar.