Ótrúlega margt gott fólk á Akureyri

Dario Schwo­erer á ekki orð til að lýsa þeirri velvild …
Dario Schwo­erer á ekki orð til að lýsa þeirri velvild og hjálpsemi sem hann og fjölskylda hans hafa mætt eftir að skúta þeirra laskaðist illa við Torfunefsbryggju á Akureyri um helgina. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ak­ur­eyri er lík­lega besti staður á jörðinni. Það er ótrú­legt hversu marg­ir hafa komið og boðið okk­ur aðstoð,“ seg­ir Dario Schwo­erer, sviss­nesk­ur lofts­lags­fræðing­ur­ og skíða- og fjalla­leiðsögumaður­ sem var hætt kom­in í af­taka­veðri í Ak­ur­eyr­ar­höfn þar sem hann hef­ur búið í skútu ásamt fjöl­skyldu sinni.

„Það er ótrú­legt hvað það er margt gott fólk hér á Ak­ur­eyri,“ bæt­ir hann við.

Þau Dario og Sa­bine kona hans hafa siglt skút­unni Pachamama um heims­ins höf í 17 ár. Þau hjón eiga sex börn sem fæðst hafa á ferðalagi þeirra um heim­inn og yngsta barnið kom ein­mitt í heim­inn á sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri fyr­ir tveim­ur mánuðum. Þau höfðu þess vegna ákveðið að hafa vet­ur­setu á Ak­ur­eyri. Með fjöl­skyld­unni í för er svo ein aðstoðar­kona Miriam.

Tölu­verðar skemmd­ir urðu á Pachamama, sem var með land­fest­ar við Torfu­nefs­bryggju sem var mjög illa var­in fyr­ir suðaustanátt­inni á sunnu­dag. Fest­ing­ar (svo nefnd­ir fing­ur) sem skút­ur við flot­bryggj­una eru fest­ar sam­an með slitnuðu og lamd­ist skút­an við bryggj­una og mátti vart tæp­ara standa þegar björg­un­ar­sveit­ar­fólki og lög­reglu tókst að bjarga þeim á land.

Dario kveðst stolt­ur af börn­um sín­um sem hafi brugðist hár­rétt við þegar þau voru rétt björg­un­ar­sveitar­fólki sem beið á bryggj­unni og hvala­leiðsögumaður­inn Össur, sem Dario nefn­ir Súper­mann, er hon­um líka of­ar­lega í huga. „Hann var fyrsti maður á staðinn þegar veðrið var sem verst og reyndi þá að kom­ast út á bryggj­una. Hann kom líka fyrstu lín­unni út í skút­una og kom í veg fyr­ir að hún sykki,“ rifjar hann upp.

Skemmdir á skútunni skoðaðar.
Skemmd­ir á skút­unni skoðaðar. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Vongóður um að ferðalag­inu sé ekki lokið

Dario seg­ir vissu­lega sorg­legt að vita skemmd­un­um á Pachamama. „En ég held að seinna meir, þegar við horf­um til baka, að þá mun­um við líka minn­ast með hlýju þeirra miklu hjálp­ar og góðvild­ar sem við höf­um mætt.“ Þau hafa siglt yfir 100.000 sjó­míl­ur á Pachamama og heim­sótt rúm­lega 100 lönd á skút­unni.

Hann seg­ir að þökk sé Ak­ur­eyri og íbú­um fyr­ir norðan þá sé hann vongóður um að ferðalagi Pachamama sé ekki lokið. „Ég sagði við konu mína að þetta gæti ekki versnað frek­ar og nú færi þetta bara upp á við.“

Veggir eru sprungnir og aðeins brotnir í vistarverum um borð, …
Vegg­ir eru sprungn­ir og aðeins brotn­ir í vist­ar­ver­um um borð, en búið er að flytja allt dót um borð í gám til að forða því frá skemmd­um. Skapti Hall­gríms­son

Komið fólk alla leið frá Ólafs­firði

Dario seg­ir ótrú­legt hve marg­ir hafi boðið fram hjálp sína. „Jó­hann­es Hjálm­ars­son hjá Eim­skip bauð okk­ur gám sem dótið okk­ar hef­ur verið flutt yfir í. Síðan hef­ur komið fólk  að hjálpa okk­ur, jafn­vel alla leið frá Ólafs­firði,“ seg­ir hann.

Sjó­maður­inn Sverr­ir hafi eytt öll­um gær­deg­in­um í hjálpa þeim að flytja dót úr skút­unni og leita lek­ans. Ann­ar sjó­maður Siggi hafi svo passaði  yngsta barnið þeirra. „Svo kom Er­lend­ur Guðmunds­son kafari líka og hjálpaði. Hann var í ís­köld­um sjón­um í einn og hálf­an tíma að smyrja smjör­líki og smjör á kjöl­inn þar sem lek­inn er.“ Dario seg­ir hafa dregið það mikið úr lek­an­um við þenn­an gjörn­ing að hann gat tekið sér hvíld frá því að dæla vatni úr skút­unni og náði fyr­ir vikið fimm stunda svefni í nótt. „Nú er hins veg­ar vatnið tekið að koma inn aft­ur,“ seg­ir hann.

„Síðan hef­ur eig­andi hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Eld­ing­ar leyft okk­ur að dvelja í húsi leiðsögu­manna fyr­ir­tæk­is­ins,“ seg­ir Dario. Börn­in hafi verið þar í gær að drekka heitt kakó og svo hafa þau geta sofið þar.

„Við elduðum sviss­neska máltíð í gær sem þakk­lætis­vott fyr­ir allt fólkið sem er búið að vera að hjálpa okk­ur. Þetta fólk kom bara og hjálpaði og bað ekki um neitt í staðinn,“ seg­ir Dario „og mér finnst það al­veg frá­bært.“

Hliðar skútunnar skemmdist töluvert eftir að hún lamdist hressilega við …
Hliðar skút­unn­ar skemmd­ist tölu­vert eft­ir að hún lamd­ist hressi­lega við bryggj­una þrátt fyr­ir að reynt væri að setja björg­un­ar­báta og flot­bretti á milli. mbl.is/ Skapti Hall­gríms­son

Maður sem læt­ur hlut­ina ger­ast

Er mbl.is ræddi við Dario átti hann von á Ólafi Jóns­syni frá Slippn­um á Ak­ur­eyri sem ætlaði að skoða skút­una og sjá hvort að þeir geti gert við hann. „Hann hef­ur víst mikla reynslu á þessu sviði,“ bæt­ir hann við.

Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri Ak­ur­eyr­ar, er þá bú­inn að koma við hjá þeim í skút­unni til að skoða aðstæður og seg­ir Dario hann hafa haft áhyggj­ur af aðstæðum þeirra. „Þá var líka á staðnum maður sem heit­ir Finn­ur sem ég held að eigi vega­vinnu­fyr­ir­tæki. Hann sagði okk­ur að hann gæti út­vegað okk­ur krana þegar það þarf að lyfta skút­unni á land og ég hef á til­finn­ing­unni að hann sé svona maður sem læt­ur hlut­ina ger­ast,“ seg­ir hann.

„Ég held að viðhorfið hér á Íslandi sé gjör­ólíkt því sem viðgengst margs staðar ann­ar staðar,“ seg­ir Dario og fær ekki þakkað nóg­sam­lega alla þá aðstoð sem fjöl­skyld­an hef­ur fengið. „Það er al­veg ein­stakt hvernig Íslend­ing­ar reyna alltaf að finna lausn á öllu í svona máli.“

Framund­an hjá fjöl­skyld­unni er svo að finna geymslu til að þurrka dótið bet­ur og gera við það sem skemmd­ist. Þá eru þau líka að leita að leik­skóla­plássi fyr­ir þriggja ára dótt­ur sína. „Því núna er Sa­bine að sinna tveim­ur ung­ur börn­um og get­ur þannig ekki unnið mikið í skút­unni,“ seg­ir Dario.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert