Ítrekun vegna rafmagnsleysis

Sveitarfélagið Garður.
Sveitarfélagið Garður. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vegna bil­un­ar í flutn­ings­kerfi Landsnet síðastliðið sunnu­dags­kvöld sem olli víðtæku raf­magns­leysi á Suður­nesj­um hef­ur bæj­ar­ráð Sveit­ar­fé­lags­ins Garðs ít­rekað bók­un frá síðasta ári um mik­il­vægi þess að Suður­nesjalína 2 verði reist sem fyrst.

Þetta kem­ur fram í bók­un bæj­ar­ráðs Garðs.

Fyrr í vik­unni skoraði bæj­ar­ráð Reykja­nes­bæj­ar á ráðherra að beita sér fyr­ir ör­yggi í raf­orku­mál­um á Suður­nesj­um.

Á aðal­fundi Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um í fyrra var skorað á ráðherra að beita sér fyr­ir auknu ör­yggi í raf­orku­mál­um á Suður­nesj­um.

„Mik­il­vægt er að Suður­nesjalína 2 verði reist sem fyrst. Flutn­ings­geta nú­ver­andi línu er full­nýtt og haml­ar nú­ver­andi kerfi upp­bygg­ingu á svæðinu. Suður­nesjalína 1 er eina teng­ing Reykja­nesskag­ans við meg­in­flutn­ings­kerfi Landsnets og hafa bil­an­ir á henni valdið straum­leysi,” seg­ir í bók­un sem var gerð á aðal­fund­in­um í fyrra.

„Það er ekki ásætt­an­legt m.a. með til­liti til þess að eini alþjóðaflug­völl­ur lands­ins er staðsett­ur á Suður­nesj­um. Mikið álag veld­ur enn frek­ari hættu á trufl­un­um á raf­orku­flutn­ing­um, sem og get­ur valdið tjóni hjá not­end­um. Það er brýnt hags­muna­mál íbúa og at­vinnu­lífs á Reykja­nesi að flutn­ings­kerfi raf­orku verði styrkt sem fyrst.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert