Sandgerði og Garður sameinast

Sandgerði.
Sandgerði. www.mats.is

Sveitarfélögin Sandgerði og Garður verða sameinuð. Þetta er niðurstaða íbúakosningar sem fram fór í sveitarfélögunum í gær samkvæmt fréttatilkynningu.

Samþykkt var með 71,5% atkvæða í Garði að sameinast Sandgerði en 28,5% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.134 manns og kusu 601 eða 53% þeirra sem voru á kjörskrá.

Sameiningin var samþykkt í Sandgerði með 55,2% atkvæða en 44,8% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.200 manns og kusu 662 eða 55,2%. Þrír seðlar voru auðir og einn ógildur.

Kosin verður níu manna bæjarstjórn í maí 2018 og í framhaldinu tekur hið nýja sveitarfélag til starfa. Kosning fer fram á meðal íbúa um nafn á nýja sveitarfélagið.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veitir nýja sveitarfélaginu 100 milljóna króna framlag til þess að endurskipuleggja stjórnsýslu og þjónustu auk 294 milljóna króna framlags til skuldajöfnunar.

Garður.
Garður. www.mats.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert