Borgarstjóri stækkar garðinn sinn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Golli

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti á fundi sín­um í gær stækk­un lóðar í eigu Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra. Í breyt­ing­unni felst að lóð Óðins­götu 8B stækk­ar um rúma 37 fer­metra, á kostnað lóðar 8C við sömu götu.

Dag­ur seg­ir í svari til mbl að þau hjón­in hafi verið að stækka garðinn. „[Við] keypt­um 37 fer­metra ræmu þar sem áður var órækt og rós­ar­unn­ar og bætt­um við okk­ar lóð,“ seg­ir hann í svar­inu.

Fram kem­ur í fund­ar­gerðinni að eng­in breyt­ing sé gerð á bygg­ing­um á reit­un­um en á 8C er skil­greind sem íbúðahúsalóð. Þar er þó eng­in bygg­ing held­ur er lóðin að stærst­um hluta nýtt sem bíla­stæði. Fram kem­ur að fyr­ir liggi samþykki meðlóðar­hafa að Óðins­götu 8C. Þá er samþykkt að fallið verði frá grennd­arkynn­ingu „þar sem breyt­ing á deili­skipu­lagi varðar ekki hags­muni annarra en um­sækj­anda.“

Hér sést lóðin sem um ræðir.
Hér sést lóðin sem um ræðir. Mynd / ja.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka