ÍNN hættir útsendingum í kvöld

Ingvi Hrafn Jónsson.
Ingvi Hrafn Jónsson. ÍNN

Stjórn­end­ur sjón­varps­stöðvar­inn­ar ÍNN hafa ákveðið að leggja stöðina niður og verður út­send­ing­um henn­ar hætt í kvöld. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á Fés­bók­arsíðu sjón­varps­stöðvar­inn­ar.

Þar seg­ir jafn­framt að ÍNN hafi glímt við mik­inn rekstr­ar- og skulda­vanda um ára­bil. Tækja­búnaður stöðvar­inn­ar þarfn­ist end­ur­nýj­un­ar og ljóst sé að stöðin verði ekki rek­in áfram nema nýtt fjár­magn komi til.

Hluta­fé í ÍNN var meðal þess sem Frjáls fjöl­miðlun keypti af Press­unni í haust.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu ÍNN er niðurstaðan nú sam­eig­in­leg ákvörðun stjórn­ar Press­unn­ar og eig­anda Frjálsr­ar fjöl­miðlun­ar, en bæði fé­lög­in hafi lagt ÍNN til fjár­magn und­an­far­in miss­eri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert