Alma með lag í Dynasty-þætti

Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman í Bandaríkjunum, samdi …
Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman í Bandaríkjunum, samdi lag fyrir Dynasty-þátt sem sýndur var á dögunum. Mynd/ Einkasafn

Endurgerð Dynasty-þáttanna vestanhafs hefur vakið athygli og segir tónlistarkonan Alma Goodman þættina þegar orðna vinsæla og áberandi í LA. Hún samdi lag fyrir þátt í hinni endurgerðu seríu ásamt Gladius James.  

Í Magasíninu á K100 rifjaði Alma upp samstarf sitt við Gladius James, en þau sömdu saman lagið Augnablik, sem á ensku var nefnt Now. Alda Dís flutti það lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins á síðasta ári.

Hvati og Hulda náðu í Ölmu í LA, þar sem hún hefur búið undanfarin sjö ár. Í viðtalinu segist hún nánast eingöngu hafa verið í popplagasmíðum síðustu þrjú árin. Hún segist á fullu að semja og í samningaviðræðum við útgáfufyrirtæki. 

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ölmu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka