Gerðu ýtrustu kröfur

Símtal forsætisráðherra og seðlabankastjóra frá 6. október 2008 er birt …
Símtal forsætisráðherra og seðlabankastjóra frá 6. október 2008 er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Davíð Odds­son, þáver­andi formaður banka­stjórn­ar Seðlabanka Íslands og nú­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, bjóst við að þrauta­varalán sem fyr­ir­hugað var að veita Kaupþingi í byrj­un októ­ber 2008, að and­virði 500 millj­ón­ir evra, yrði ekki end­ur­greitt af bank­an­um. Full­yrðing­ar for­svars­manna bank­ans um annað væru „ósann­indi“ eða „ósk­hyggja“.

Þetta má lesa í end­ur­riti af sím­tali milli hans og Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, sem þeir áttu rétt fyr­ir há­degi mánu­dag­inn 6. októ­ber, í þann mund sem banka­kerfið ís­lenska riðaði til falls. Morg­un­blaðið hef­ur end­ur­ritið und­ir hönd­um og birt­ir það í heild sinni í blaðinu í dag.

Í sím­tal­inu sagði seðlabanka­stjóri að lánið yrði ekki veitt nema með ýtr­ustu veðum og var for­sæt­is­ráðherra sam­mála því. Af sím­tal­inu, sem tekið var upp af Seðlabank­an­um án vit­und­ar viðmæl­end­anna tveggja, má ráða að for­sæt­is­ráðherra hef­ur í fyrri sam­töl­um við Seðlabank­ann kallað eft­ir svör­um um hvort hægt væri að veita Kaupþingi fyr­ir­greiðslu sem tryggt gæti rekstr­ar­hæfi þess.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert