Ræddu örlög bankakerfisins

Davíð Oddsson þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands og núverandi ritstjóri …
Davíð Oddsson þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, og Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Í símtalinu þeirra er Davíð afdráttarlaus um að með þeirri ákvörðun stjórnvalda að veita lánið til Kaupþings sé útséð um fjármögnun hinna viðskiptabankanna. mbl.is/Golli

Í end­ur­riti af sím­tali milli Davíðs Odds­son­ar, for­manns banka­stjórn­ar Seðlabanka Íslands og nú­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðsins, og Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra, sem átti sér stað skömmu fyr­ir há­degi hinn 6. októ­ber 2008, má sjá að í fyrri sam­skipt­um þeirra í milli hafi for­sæt­is­ráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. End­ur­rit þetta hef­ur aldrei komið fyr­ir augu al­menn­ings fyrr en nú þegar Morg­un­blaðið birt­ir það í heild sinni.

Í sím­tal­inu seg­ir Davíð Odds­son að Seðlabank­inn geti „skrapað sam­an 500 millj­ón­ir evra“, en bæt­ir við að með því sé bank­inn kom­inn „inn að beini“. Með lán­veit­ing­unni taldi hann hægt að fleyta Kaupþingi áfram í fjóra til fimm daga.

Réði ör­lög­um hinna tveggja

Í sím­tal­inu er seðlabanka­stjóri einnig af­drátt­ar­laus um að með þeirri ákvörðun stjórn­valda að veita lánið til Kaupþings sé útséð um fjár­mögn­un hinna viðskipta­bank­anna. „Þá get­um við ekki hjálpað Lands­bank­an­um líka,“ seg­ir hann við for­sæt­is­ráðherra. Spyr hann því for­sæt­is­ráðherra hvort það sé í raun vilji rík­is­stjórn­ar að bjarga Kaupþingi frem­ur en Lands­bank­an­um. Svar for­sæt­is­ráðherra er ekki af­drátt­ar­laust en hníg­ur þó í þá átt þegar hann seg­ir: „það slær mig þannig sko og mér finnst þeir vera líka á þeirri línu í gær­kvöldi alla­vega þess­ir Morg­an-menn.“ Vís­ar Geir þar til ráðgjafa þeirra sem rík­is­stjórn­in hafði kallað til sinn­ar þjón­ustu frá banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­an­um J.P. Morg­an.

GEIR H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, spurði Davíð hvort ákvörðun um …
GEIR H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, spurði Davíð hvort ákvörðun um þessa leið myndi leiða til þess að Lands­bank­inn yrði gjaldþrota strax þenn­an sama dag. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Seðlabanka­stjóri ræddi við for­sæt­is­ráðherra um mik­il­vægi þess að full­b­urða veð yrðu tek­in gegn lán­veit­ing­unni og að það myndi ger­ast með alls­herj­ar­veði í danska FIH-bank­an­um. Ítrekaði hann einnig að slík væri stærðargráða þess­ar­ar lán­veit­ing­ar að hún færi með bank­ann „inn að beini“ og að bank­inn yrði að vera al­gjör­lega ör­ugg­ur með veðhæfi eign­ar­inn­ar.

Spurði for­sæt­is­ráðherra þá hvort Lands­bank­inn hefði ekk­ert veð að bjóða í lík­ingu við það sem Kaupþing gat reitt fram í formi FIH-bank­ans. Benti þá seðlabanka­stjóri á að hvort sem svo væri eða ekki skipti það ekki máli því Seðlabank­inn hefði ein­fald­lega ekki fjár­magn til frek­ari lán­veit­inga.

Svört mynd dreg­in upp

Spurði for­sæt­is­ráðherra hvort ákvörðun um þessa leið myndi leiða til þess að Lands­bank­inn yrði gjaldþrota strax þenn­an sama dag. Svar seðlabanka­stjóra var: „Já, þá myndi hann fara í dag á haus­inn vænt­an­lega.“

Spurði for­sæt­is­ráðherra því næst út í stöðu Glitn­is: „Og Glitn­ir á morg­un?“ og seðlabanka­stjóri svaraði: „Og Glitn­ir á morg­un.“ Af þess­um orðaskipt­um má ráða að Geir og Davíð hafi talið óvinn­andi veg að bjarga nema ein­um banka og raun­ar virðist sem seðlabanka­stjóri hafi talið litl­ar lík­ur á að Kaupþing gæti staðið í skil­um vegna þrauta­varaláns­ins. Sagði hann full­yrðing­ar for­svars­manna bank­ans þar um vera „ósann­indi eða við skul­um segja ósk­hyggja“.

Í símtalinu segir Davíð Oddsson að Seðlabankinn geti „skrapað saman …
Í sím­tal­inu seg­ir Davíð Odds­son að Seðlabank­inn geti „skrapað sam­an 500 millj­ón­ir evra“, en bæt­ir við að með því sé bank­inn kom­inn „inn að beini“ mbl.is/ Ómar Óskars­son

Lán­veit­ing­in tengd neyðarlög­un­um

Síðar í sím­tal­inu víkja Geir og Davíð að setn­ingu neyðarlag­anna og virðast þeir gera það í tengsl­um við þau vand­kvæði sem hinir svo­kölluðu Ices­a­ve-reikn­ing­ar ollu. Með þeirri leið sem far­in var með neyðarlög­un­um taldi Davíð að forða mætti því að tjónið vegna reikn­ing­anna legðist á ís­lensku þjóðina.

„[...] þetta er besta leiðin ef við get­um af­skrifað all­ar skuld­ir þjóðar­inn­ar þó að það muni valda vand­ræðum í Evr­ópu þá en þeir bara hjálpuðu okk­ur ekki neitt...“ seg­ir Davíð og Geir tek­ur und­ir. Þá vík­ur tal­inu að fundi sem Geir hyggst halda með for­mönn­um stjórn­mála­flokk­anna í Stjórn­ar­ráðinu.

Leki nær óhjá­kvæmi­leg­ur

Velta þeir fyr­ir sér hvernig best sé að nálg­ast umræðuna á þeim fundi og spyr Davíð Geir: „En hvað mega menn vera ein­læg­ir?“ Seg­ir Geir þá að hann hafi ekki dregið neitt und­an í sam­skipt­um við þessa aðila og Fjár­mála­eft­ir­litið og að hann muni ít­reka að: „við erum bara hérna að tala hérna sam­an í fyllstu ein­lægni um al­var­leg­ustu vanda­mál sem upp hafa komið í þjóðfé­lag­inu og ég treysti ykk­ur til að fara ekki með það.“

Tel­ur Geir aug­ljós­lega að trúnaður hafi verið hald­inn um það sem fór milli stjórn­valda og annarra í tengsl­um við neyðarlaga­setn­ing­una. Bend­ir Davíð þó á í sam­tal­inu að erfitt sé að treysta á að slíkt haldi: „þú get­ur aldrei haldið lok­inu,“ seg­ir hann um málið.

Sím­tal for­sæt­is­ráðherra og for­manns banka­stjórn­ar Seðlabank­ans mánu­dag­inn 6. októ­ber 2008

Rit­ari Gjörðu svo vel. 

Davíð Halló.

Geir Sæll vertu.

Davíð Sæll það sem ég ætlaði að segja þér, sko, sko, við út af fyr­ir sig get­um í dag skrapað sam­an 500 millj­ón­ir evra en nátt­úr­lega, en erum þá komn­ir inn að beini og þá gæt­um við hjálpað Kaupþingi í ein­hverja fjóra fimm daga en þá get­um við ekki hjálpað Lands­bank­an­um líka, sko.

Geir Nei.

Davíð Þú ert að tala um það að við eig­um frek­ar að reyna að hjálpa Kaupþingi.

Geir Það slær mig þannig sko og mér fannst þeir vera líka á þeirri línu í gær­kvöldi alla­vega þess­ir Morg­an menn. 

Davíð Ég býst við því að við fáum ekki þessa pen­inga til baka. Þeir segja að þeir muni borga okk­ur eft­ir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósann­indi eða við skul­um segja ósk­hyggja. 

Geir En eru þeir ekki með ein­hver veð?

Davíð Við mynd­um aldrei lána það og við ætl­um að bjóða þetta gegn 100% veði í FIH banka.

Geir Já.

Davíð Og þá verðum við að vita að sá banki sé veðbanda­laus.

Geir Já.

Davíð Því þá við meg­um ekki, sko, við meg­um ekki setja ís­lenska ríkið á galeiðuna.

Geir Nei, nei þetta eru 100 millj­arðar, spít­al­inn og Sunda­braut­in.

Davíð Já, já ert þú ekki sam­mála því að við verðum að gera ýtr­ustu kröf­ur? 

Geir Jú, jú. 

Davíð Já.

Geir Ég held að þeir muni leggja mikið á sig til að reyna samt að að upp­fylla þær, sko. 

Davíð Já, já, já, já það er bara eina hætt­an er sú að þeir séu bún­ir að veðsetja bréf­in og þá geta þeir ekki gert þetta, sko.

Geir Já, já og hvað mynd­um við koma með í staðinn?

Davíð Ja, það veit ég ekki, þá verðum við bara að horfa á það en það, við erum bara að tala um ýtr­ustu veð, erum að fara með okk­ur inn að beini þannig að við verðum að vera al­gjör­lega ör­ugg­ir. 

Geir En er Lands­bank­inn ekki með neitt slíkt sem hann geti látið okk­ur hafa?

Davíð Já, en þá er að við erum ekki með pen­ing í þetta. Við erum að fara al­veg niður að rass­gati og við ætl­um meira að segja að draga á Dan­ina sem ég talaði við í gær og sagði að við mynd­um ekki gera. 

Geir Já.

Davíð En við erum bún­ir að tala við banka­stjór­ana þar og þeir eru að íhuga að fara yfir þetta.

Geir Um.

Davíð Það tek­ur tvo til þrjá daga að kom­ast í gegn.

Geir Já.

Davíð En við mynd­um skrapa, Kaupþing þarf þetta í dag til að fara ekki á haus­inn.

Geir Já, en það er spurn­ing með þá, fer þá Lands­bank­inn í dag?

Davíð Já, þá myndi hann fara í dag á haus­inn vænt­an­lega.

Geir Og Glitn­ir á morg­un?

Davíð Og Glitn­ir á morg­un.

Geir Já.

Davíð Lands­bank­an­um verður vænt­an­lega lokað í dag bara.

Geir Já.

Davíð Við vit­um ekki, reynd­ar vit­um við ekki hvort það er árás á Kaupþing Edge. Við ger­um ráð fyr­ir því þeir hafa ekki sagt okk­ur það ennþá. 

Geir Er það á Ices­a­ve?

Davíð Það eru farn­ar 380 millj­ón­ir út af Ices­a­ve punda og það eru bara 80 millj­arðar.

Geir Þeir ráða aldrei við það, sko. 

Davíð Nei, þeir ráða aldrei við neitt af því, sko, en þetta er það besta leiðin ef við get­um af­skrifað all­ar skuld­ir þjóðar­inn­ar þó að það muni valda vand­ræðum í Evr­ópu þá en þeir bara hjálpuðu okk­ur ekki neitt þannig að það er ha...

Geir Já, já.

Davíð Þannig að þetta er nú... 

Geir Heyrðu, ég var að spá í að halda hérna fund klukk­an eitt og ætlaði að biðja þig að koma þangað annað hvort ein­an eða með þeim sem þú vilt hafa með með öll­um for­mönn­um stjórn­mála­flokk­anna.

Davíð OK.

Geir Og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu? 

Davíð Já.

Geir Til að fara yfir þetta og...

Davíð En það, get­ur þú ekki haft það Jón­as ekki Jón Sig­urðsson það er óeðli­legt að... 

Geir Jón­as, hann var hjá okk­ur í morg­un.

Davíð Og hvað ertu að hugsa um að?

Geir Ég myndi vilja að það yrði farið í fyrsta lagi yfir frum­varpið án þess kannski að af­henda þeim það en...

Davíð En hvað mega menn vera ein­læg­ir?

Geir Ég er bú­inn að vera mjög ein­læg­ur við þá.

Davíð Já.

Geir Ég er eig­in­lega bú­inn að segja þeim þetta allt.

Davíð OK.

Geir Ég segi bara að við erum bara hérna að tala hérna sam­an í fyllstu ein­lægni um al­var­leg­ustu vanda­mál sem upp hafa komið í þjóðfé­lag­inu og ég treysti ykk­ur til að fara ekki með það.

Davíð Já, já. 

Geir Og það hafa þeir virt held ég ennþá. 

Davíð Ja, þeir hafa sagt ein­hverj­um af ör­ugg­lega en það er bara, þú get­ur aldrei haldið lok­inu. 

Geir Nei.

Davíð Fast­ara en þetta á.

Geir Nei, en...

Davíð Klukk­an eitt eða hvað? 

Geir Bara hérna hjá mér í rík­is­stjórn­ar­her­berg­inu.

Davíð Hérna niðri í stjórn­ar­ráði?

Geir Já. 

Davíð OK.

Geir Spurs­málið er svo hérna...

Davíð Ég kem bara einn held ég, það er betra að vera þarna fá­mennt en fjöl­mennt.

Geir Já og þá mynd­um við fara al­mennt yfir heild­ar­mynd­ina.

Davíð Já.

Geir Og af hverju þessi lög eru nauðsyn­leg.

Davíð Já, já.

Geir Og svo er ég að plana það þannig að lög­in verði orðin að lög­um um sjöleytið, mælt fyr­ir þeim klukk­an fjög­ur, þing­flokks­fund­ir klukk­an þrjú og það ætti að skapa okk­ur rými til þess að...

Davíð Mælt fyr­ir þeim klukk­an fjög­ur?

Geir Já.

Davíð OK. 

Geir Já, er það ekki rétti tím­inn?

Davíð Jú, jú, jú, jú, jú, jú.

Geir Ég er bú­inn að und­ir­búa það að þetta geti fengið hraða af­greiðslu og þeir...

Davíð Já, já.

Geir Hafa haft góð orð um það.

Davíð Fínt er.

Geir OK bless, bless. 

Davíð Bless.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert