Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

Grafarvogslaug. Íbúum Grafarvogs býðst m.a. að kjósa um nýja vaðlaug.
Grafarvogslaug. Íbúum Grafarvogs býðst m.a. að kjósa um nýja vaðlaug. mbl.is/Jim Smart

Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka.

Þátttaka í fyrra var 9,4% sem þá var einnig met. Miðað við þátttöku undanfarnar klukkustundir fer kosningaþátttaka vel yfir 10% í ár að því er segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Kosning fer fram á vefslóðinni www.hverfidmitt.is  og geta allir íbúar borgarinnar sem  fæddir eru árið 2001 eða fyrr kosið. 

Íbúar kjósa um 220 verkefnahugmyndir sem stillt hefur verið upp með frumhönnun og kostnaðaráætlun og geta íbúar kosið upp að vissri fjárhæð, en þurfa ekki að fullnýta hana.

Framkvæmdaféð er 450 milljónir í ár eins og í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert