Aðalmeðferðin ekki fyrr en á miðvikudag

Sveinn Gestur við þingfestingu á dögunum.
Sveinn Gestur við þingfestingu á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni hefst ekki fyrr en á miðvikudaginn, en fyrr í morgun hafði verið sagt frá því að málið hæfist í dag. Þetta staðfestir saksóknari málsins við mbl.is. Samkvæmt upplýsingum á vef Héraðsdóms Reykjavíkur átti málið að hefjast í dag og standa fram á fimmtudag. 

Nokkur fjöldi fjölmiðlamanna var mættur í héraðsdóm í morgun en hvarf frá þegar ljóst var að um mistök var að ræða í dagskrá dómsins.

Margrét Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir að málið hafi ekki átt að hefjast í dag heldur á miðvikudaginn og því sé ekki um frestun að ræða. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin standi í tvo daga, miðvikudag og fimmtudag.

Sveinn er ákærður fyr­ir stó­fellda lík­ams­árás í Mos­fells­dal 7. júní sl. Sá sem varð fyr­ir árás­inni hét Arn­ar Jóns­son Asp­ar, en hann lést í kjöl­far henn­ar.

Arn­ar er sagður hafa kafnað vegna mik­ill­ar minnk­un­ar á önd­un­ar­hæfni sem olli ban­vænni stöðukæf­ingu sem má rekja til ein­kenna æs­ing­sóráðs vegna þvingaðrar fram­beygðrar stöðu sem Sveinn hélt Arn­ari í.

Sveinn er ekki ákærður fyr­ir mann­dráp, en í ákær­unni leiðir áverka­lýs­ing­in til lýs­ing­ar á bana­meini Arn­ars sem er sögð köfn­un vegn­a þeirr­ar stöðu sem Arn­ar var þvingaður í af Sveini.

Sveinn er sagður hafa haldið hönd­um Arn­ars fyr­ir aft­an bak þar sem Arn­ar lá á mag­an­um og tekið hann hálstaki og slegið hann ít­rekað í and­lit og höfuð með kreppt­um hnefa. Eru af­leiðing­ar þess­arar árás­ar tald­ar hafa valdið and­láti Arn­ars.

Sveinn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá því að árás­in átti sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert