Heilbrigðiseftirlitið vaktar strandlengjuna betur

Dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Faxaskjól.
Dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Faxaskjól. Ljósmynd/Aðsend

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur mun vakta strand­lengj­una við og í ná­grenni Faxa­skjóls oft­ar en ella meðan á viðgerð Veitna stend­ur í skólp­dælu­stöðinni Faxa­skjóli dag­ana 20. til 27. nóv­em­ber sam­kvæmt áætl­un. Niður­stöður mæl­inga eru birt­ar á vef Heil­brigðis­eft­ir­lits­ins eft­ir því sem þær ber­ast. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

Á hverri sek­úndu dæl­ast út um 700 lítr­ar af óhreinsuðu skólpi meðan á viðgerðum stend­ur. Þetta er svipað magn og fór út í sjó í sum­ar þegar dælu­stöðin bilaði, að sögn Ólaf­ar Snæhólm, upp­lýs­inga­full­trúa Veitna. Hún minn­ir fólk einnig á að henda ekki rusli í kló­settið held­ur í rusl því það end­ar beint út í sjó. 

Heil­brigðis­eft­ir­litið bend­ir á að dæl­ing skólps í sjó við Faxa­skjól og viðvar­an­ir um að fara ekki í sjó­inn þar hef­ur ekki áhrif á skipu­lagt úti­vist­ar­væði og sjó­sundstað við Naut­hóls­vík vegna fjar­lægðar og sjáv­ar­strauma. Hér má sjá af­stöðumynd af svæðinu.

Heil­brigðis­eft­ir­litið bend­ir einnig á að strand­lengj­an við Reykja­vík er vöktuð reglu­bundið og ástand sjáv­ar mæl­ist gott. Hins veg­ar er strand­lengj­an ekki al­menn­ur baðstaður skv. skil­grein­ingu nema þar sem slíkt er skipu­lagt sér­stak­lega eins og á Kjal­ar­nesi og í Naut­hóls­vík.

 Hægt er að kynna sér vökt­un­ina og all­ar niður­stöður mæl­inga allt frá ár­inu 2003.

Upp­lýs­ing­ar um viðgerð Veitna

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert