Frestuðu Öræfajökulsfundi vegna veðurs

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/RAX

Íbúafundur sem lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnarnefnd Hornafjarðar ætluðu að halda í gærkvöldi vegna Öræfajökuls var frestað vegna veðurs.

Stefnt er á að halda fundinn á mánudaginn í staðinn í Hofgarði í Öræfum.

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, höfðu verið boðuð á fundinn auk fleiri fræðimanna.

Bryndís Bjarnarson, upplýsingafulltrúi Hornafjarðar, segir að í framhaldi af íbúafundinum hafi átt að halda fund með ferðaþjónustuaðilum en honum hefur einnig verið frestað fram yfir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert