Krafa um refsingu yfir Geirmundi lækkuð um tvö ár

Geirmundur mætti í Hæstarétt í morgun.
Geirmundur mætti í Hæstarétt í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákæru­valdið fer fram á tveggja ára fang­els­is­refs­ingu í máli Geir­mund­ar Krist­ins­son­ar, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóra Spari­sjóðsins í Kefla­vík, sem ákærður var fyr­ir umboðssvik. Þetta kom fram í mál­flutn­ingi Helga Magnús­ar Gunn­ars­son­ar vara­rík­is­sak­sókn­ara, sem flutti málið fyr­ir hönd ákæru­valds­ins, í Hæsta­rétti í morg­un. Hef­ur krafa um refs­ingu í mál­inu því verið lækkuð um tvö ár frá því málið var tekið fyr­ir í héraðsdómi á síðasta ári.

Héraðsdóm­ur Reykja­ness sýknaði Geir­mund af ákæru um umboðssvik í nóv­em­ber árið 2016, en í héraðsdómi fór ákæru­valdið fram á fjög­urra ára fang­els­is­refs­ingu. Rík­is­sak­sókn­ari áfrýjaði mál­inu til Hæsta­rétt­ar í byrj­un janú­ar á þessu ári.

Helgi Magnús benti á það í mál­flutn­ingi sín­um fyr­ir Hæsta­rétti að Geir­mund­ur væri full­orðinn maður sem ætti við heilsu­brest að stríða, það lægi fyr­ir sam­kvæmt lækn­is­vott­orði.

Hann sagði jafn­framt að það væri ekki hægt að mæla með mild­un refs­ing­ar á þeim for­send­um að Geir­mund­ur hefði gert grein fyr­ir brot­um sín­um og geng­ist við þeim, enda hefði hann reynt að varpa allri ábyrgð á und­ir­menn sína.

Helgi Magnús benti á á refsiramm­inn fyr­ir þau brot sem ákært væri fyr­ir væri sex ár. Hann sagði að við ákvörðun refs­ing­ar yrði að líta yrði til þeirr­ar áhættu sem var tek­in, þeirra hags­muna sem voru í húfi og þess tjóns sem varð. Ákæru­valdið fer því fram á að Geir­mundi verði gert að sæta tveggja ára fang­els­is­refs­ingu.

Ákæruvaldið hefur lækkað kröfu um refsingu um tvö ár.
Ákæru­valdið hef­ur lækkað kröfu um refs­ingu um tvö ár. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Geir­mund­ur var ákærður fyr­ir umboðssvik með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga. Fjár­hæðirn­ar í ákær­unni nema tæp­um átta hundruð millj­ón­um króna. 

Í ákæru sagði að Geir­mund­ur hefði stefnt fé spari­sjóðsins í veru­lega hættu þegar hann fór út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga með því að veita einka­hluta­fé­lag­inu Duggi 100 millj­óna króna yf­ir­drátt­ar­lán 16. júní 2008. Afstaða lána­nefnd­ar lá ekki fyr­ir og áhættu- og greiðslu­mat fór ekki fram. Þá var end­ur­greiðslan ekki tryggð með nokkr­um hætti.

Refs­ing gæti komið þungt niður á hon­um

Verj­andi Geir­mund­ar, Grím­ur Sig­urðsson, fer fram á sýknu í mál­inu, en verði Geir­mund­ur fund­inn sek­ur fer hann fram á að refs­ing verði lát­in falla niður. Hann tók engu að síður fram að já­kvætt væri að ákæru­valdið hefði lækkað kröfu um refs­ingu um tvö ár.

Verjandi bendir á að samkvæmt læknisvottorði geti refsing komið þungt …
Verj­andi bend­ir á að sam­kvæmt lækn­is­vott­orði geti refs­ing komið þungt niður á Geir­mundi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Grím­ur sagðist í mál­flutn­ingi sín­um ósam­mála ákæru­vald­inu um að refsiramm­inn fyr­ir þau brot sem ákært er fyr­ir væri sex ár. Refsiramm­inn væri í raun tvö ár nema að um mjög al­var­leg brot væri að ræða. Þá sagði Grím­ur það óum­deilt í mál­inu að ráðstaf­an­ir hefðu verið gerðar í þágu spari­sjóðsins. Ákærði hefði ekki reynt að auðga sig eða aðra ná­komna.

Grím­ur benti einnig á að málsmeðferðar­tím­inn hefði verið lang­ur, enda liðinn ára­tug­ur frá því hin meinta refsi­verða hátt­semi hefði átt sér stað.

Þá til­tók Grím­ur per­sónu­leg­ar ástæður þess að fella ætti refs­ingu niður ef Geir­mund­ur yrði fund­inn sek­ur. Líkt og kom fram í máli ákæru­valds­ins þá benti hann að fyr­ir lægi lækn­is­vott­orð um að Geir­mund­ur, sem væri á átt­ræðis­aldri, glímdi við al­var­leg veik­indi. Í lækn­is­vott­orðinu væri jafn­framt staðfest að yrði hon­um gerð refs­ing gæti það komið þungt niður á hon­um. Þá hefði málið komið illa við hann og fjöl­skyldu hans og að hann væri í raun bú­inn að taka út refs­ingu.

Benti Grím­ur á að hár ald­ur hefði áður haft áhrif á ákvörðun refs­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert