Nokkrir bílar út af í Bólstaðarhlíðarbrekku

Björgunarsveitarfólk að störfum í vondu veðri. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarfólk að störfum í vondu veðri. Myndin er úr safni. mbl.is/Landsbjörg

Flutn­inga­bif­reið með tengi­vagn valt út af veg­in­um í Bólstaðar­hlíðarbrekku á Norður­landi nú í kvöld. Öku­mann­inn sak­ar ekki, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu. Í það minnsta tveir aðrir bíl­ar hafa farið út af veg­in­um í brekk­unni og þar eru fleiri bíl­ar í vand­ræðum – enda aðstæður afar erfiðar.

Óskar Stef­áns­son, lög­reglumaður á Blönduósi, seg­ir að veg­ur­inn sé enn op­inn en þar sé mik­il hálka og snjó sé farið að festa. „Flutn­inga­bíll­inn fór á vinstri hliðina, sem bet­ur fer“ seg­ir Óskar í sam­tali við mbl.is en mjög bratt er niður brekk­una hinum meg­in.

Björg­un­ar­sveit úr Varma­hlíð er á vett­vangi á tveim­ur bíl­um. „Það eru nokkr­ir bíl­ar út af,“ seg­ir Óskar um stöðu mála. Hann hrós­ar björg­un­ar­sveit­inni í há­stert fyr­ir ósér­hlífni og dugnað og þá hafi veg­far­end­ur hjálpað hver öðrum. Óskar var í miðjum klíðum að taka við skila­boðum þegar mbl.is ræddi við hann. „Maður­inn er kom­inn út úr bíln­um,“ heyrði blaðamaður sagt í tal­stöð á meðan sím­tal­inu stóð og Óskar end­ur­tók: „Heyrðir þú þetta? Hann er kom­inn út úr bíln­um.“

Bólstaðarhlíðarbrekkan er stundum erfið viðureignar. Um hana þarf að fara …
Bólstaðar­hlíðarbrekk­an er stund­um erfið viður­eign­ar. Um hana þarf að fara þegar ekið er frá Blönduósi, um Vatns­skarð og yfir í Skaga­fjörð. Kort/​Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert