Vegum lokað um allt land

Það er víða ófært á Austurlandi en rautt merkir að …
Það er víða ófært á Austurlandi en rautt merkir að vegur sé ófær. Ljósmynd/Vegagerðin

Búið er að opna vegi á Suðausturlandi en hætta er á að loka þurfi einhverjum hluta af Þjóðvegi 1 aftur. Hvasst er á svæðinu en vindhraði mælist til að mynda 22 m/s á Höfn og 26 m/s á Hvalnesi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegir eru opnir á Suðurlandi en nokkur hætta er á því að aftur þurfi að loka undir Eyjafjöllum.

Vegir eru víða lokaðir á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum.

Holtavörðuheiði er lokuð og ekki búist við að hún opni í bráð, hjáleið er um Laxárdalsheiði en þar er þæfingsfærð. Búið er að loka Fjarðarheiði.

Mývatns og Möðrudalsöræfi eru lokuð.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum.

Þæfingsfærð er á Mosfellsheiði og versnandi færð líka á Lyngdalsheiði.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og eitthvað um éljagang á vegum.

Færðin er ekki góð á Vestfjörðum.
Færðin er ekki góð á Vestfjörðum. Ljósmynd/Vegagerðin

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Víða er þæfingur á fjallvegum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi. 

Á Norðurlandi er víða snjóþekja eða þæfingur. Ófært er um Siglufjarðarveg. Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og víða stórhríð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert