Víkurgarður ræddur í borgarráði

Frá fundi varðmanna Víkurgarðs í Neskirkju.
Frá fundi varðmanna Víkurgarðs í Neskirkju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðmenn Víkurgarðs, sem svo kalla sig, fá að kynna sjónarmið sín um varðveislu Víkurkirkjugarðs hins forna í miðbæ Reykjavíkur á fundi borgarráðs fyrir hádegi í dag.

Hópurinn hélt fjölsóttan fund í Neskirkju í fyrrakvöld þar sem samþykkt var að mótmæla meginatriðum í umsögn og afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs 8. nóvember sl. um framkvæmdir á Landssímareitnum.

Búist er við því að á borgarráðsfundinum verði ákveðið að heimila byggingu stórhýsis, 160 herbergja hótels, á svæði þar sem kirkjugarðurinn var. Málið þarf síðan að fá endanlega afgreiðslu á fundi borgarstjórnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert