Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

Frá viðgerð á tengivirkinu fyrir Eyvindarárlínu 1.
Frá viðgerð á tengivirkinu fyrir Eyvindarárlínu 1. Ljósmynd/Aðsend

Or­sök raf­mangs­leys­is­ins sem varð á Aust­ur­landi í kring­um miðnætti í gær virðist vera sú að aðskota­hlut­ur hafi fokið á tein­rofa í tengi­virki fyr­ir Ey­vind­arár­línu 1.

Að sögn Stein­unn­ar Þor­steins­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Landsnets, sáust greini­leg­ir bruna­á­verk­ar á rof­an­um. Þeir voru samt þess eðlis að þeir höfðu eng­in áhrif á virkni hans.

Lín­an var sett inn á nýj­an leik og er kom­in í full­an rekst­ur.

Stein­unn seg­ist ekki vita hver aðskota­hlut­ur­inn var. Ekki er búið að meta tjónið sem varð af völd­um hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert