Áfram óveður í allan dag

Hríðarveður er á Akureyri og búið að kyngja niður miklum …
Hríðarveður er á Akureyri og búið að kyngja niður miklum snjó. mbl.is/Þorgeir

„Það verður óveður áfram í all­an dag,“ seg­ir Teit­ur Ara­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.

Hann á von á óbreyttu veðri norðan- og aust­an­lands í dag og ef eitt­hvað er mun það fara versn­andi seinnipart­inn.

Jafn­vel mun bæta aft­ur í snjó­kom­una á Norður- og Aust­ur­landi og herða ör­lítið á vind­in­um aust­an­lands.

Að sögn Ara mun veðrið lag­ast á morg­un og vest­an­til er spáð fínu veðri.

Í fyrra­málið mun blása á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi með élj­um en smám sam­an geng­ur það niður. Það verður ekki fyrr en annað kvöld sem veðrið þar verður orðið þokka­legt.

Strætó á ferðinni á Akureyri í morgun.
Strætó á ferðinni á Ak­ur­eyri í morg­un. mbl.is/Þ​or­geir

Óveðrið sem hef­ur verið und­an­farið norðan- og aust­an­til staf­ar af sam­spili hæðar yfir Græn­landi og lægðar milli Íslands og Nor­egs. Hæðin hef­ur völd­in vest­ast á land­inu og því hef­ur veðrið á Vest­fjörðum verið nokkuð gott með ör­litl­um élj­um.

Varðandi veðrið í kvöld seg­ir Ari að mest­ur vind­ur verði á Suðaust­ur­landi und­ir Vatna­jökli. Einnig verða mjög skæðir veður­streng­ir á sunn­an­verðum Aust­fjörðum.

Versta veðrið í kvöld verður aft­ur á móti þegar sam­an fer storm­ur og hríð eins og norðaust­an­lands.  

Það þurfti að skafa snjóinn af bílunum á Akureyri í …
Það þurfti að skafa snjó­inn af bíl­un­um á Ak­ur­eyri í morg­un. mbl.is/Þ​or­geir

Hann reikn­ar með roki og jafn­vel ofsa­veðri á stöku stað á Suðaust­ur­landi og á Aust­fjörðum og að hviðurn­ar geti farið yfir 40 metra á sek­úndu, jafn­vel mælst yfir 50 metr­ar á sek­úndu.

„Góðu frétt­irn­ar fyr­ir fólk sem hef­ur ætlað sér að fara í kaupstaðarferðir þessa vik­una er að það er góð spá þegar þessu er lokið, á sunnu­dag og fram eft­ir næstu viku,“ seg­ir Ari.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert