Holtavörðuheiði gæti opnast síðar í dag

Frá Holtavörðuheiði í gær.
Frá Holtavörðuheiði í gær.

Bú­ist er við því að Holta­vörðuheiði verði opnuð síðar í dag. Reiknað er með því að Öxna­dals­heiði verði ekki opnuð fyrr en í fyrra­málið. Fjalla­veg­ir á Norðaust­ur­landi verða lík­lega ekki opnaðir fyrr en líður á morg­un­inn en sam­kvæmt veður­spá mun veðrið ekki ganga niður að ráði fyrr en með morgni.

Þetta kem­ur fram í upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni.

Opn­un Fjarðar­heiðar og Fagra­dals á Aust­ur­landi gæti dreg­ist fram yfir há­degi á morg­un.

Á suðaust­ur­horn­inu og í kring­um Vík dreg­ur ekki úr vindi fyrr en eft­ir há­degi og á þeim slóðum eru það vind­hviðurn­ar sem þarf að hafa áhyggj­ur af.

Búið er að opna Mos­fells­heiði en Lyng­dals­heiði er enn lokuð. 

Lokað er um Siglu­fjarðar­veg, Ólafs­fjarðar­múla, Öxna­dals­heiði, Vík­ur­skarð og Hófa­sk­arð. Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi eru einnig lokuð, sem og Fagri­dal­ur og Fjarðar­heiði.

Í Ham­ars­firði eru gríðarleg­ar vind­hviður og ófært vegna óveðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert