Skólahald fellt niður á Akureyri

Snjóruðningsbíll á ferðinni á Akureyri í morgun.
Snjóruðningsbíll á ferðinni á Akureyri í morgun. mbl.is/Þorgeir

Ákveðið hef­ur verið að fella niður allt skóla­hald í leik- og grunn­skól­um á Ak­ur­eyri.

Mikið hvassviðri og ofan­koma er nú á Ak­ur­eyri og ákváðu bæj­ar­yf­ir­völd þetta í sam­ráði við lög­regl­una á Norður­landi eystra.

Í til­kynn­ingu á face­booksíðu Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar kem­ur fram að vakt og viðvera verði í öll­um leik- og grunn­skól­um til að taka á móti þeim börn­um sem þangað kynnu að koma.

Verk­mennta­skóli Ak­ur­eyr­ar og Mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri hafa einnig fellt niður skóla­hald.

Hríðarveður er á Akureyri og búið að kyngja niður miklum …
Hríðarveður er á Ak­ur­eyri og búið að kyngja niður mikl­um snjó. mbl.is/Þ​or­geir

Í sam­tali við mbl.is seg­ir lög­regl­an að færðin sé mis­jöfn í bæn­um. Í hverf­un­um er hún verri en á aðal­göt­un­um og er erfitt að kom­ast um á fólks­bíl­um í hverf­un­um.

Ákveðið var að halda fólki heima svo það myndi ekki fara út og festa bíl­ana sína.

Á face­booksíðu lög­regl­unn­ar eru bæj­ar­bú­ar hvatt­ir til að vera ekki á ferðinni að nauðsynja­lausu. 

Strætó á ferðinni á Akureyri í morgun.
Strætó á ferðinni á Ak­ur­eyri í morg­un. mbl.is/Þ​or­geir

Fyrsta strætó­ferðin á Ak­ur­eyri lagði ekki af stað fyrr en klukk­an 8.20 í morg­un vegna færðar­inn­ar.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert