Stórhríð í Hvalfirði

Vegir eru víða lokaðir og hríðarveður er á Öxnadalsheiði og …
Vegir eru víða lokaðir og hríðarveður er á Öxnadalsheiði og við Eyjafjörð. mbl.is/RAX

Stór­hríð er í sunn­an­verðum Hval­f­irði og þæf­ings­færð að því er fram kem­ur á vef Vega­gerðarin­ar. Á Vest­ur­landi er víða hvasst, en víðast er þó verið að hreinsa vegi í kring­um þétt­býli. Bratta­brekka er þung­fær en þæf­ings­færð er á köfl­um á Snæ­fellsnesi. Holta­vörðuheiði er enn lokuð.

Mos­fells­heiði og Lyng­dals­heiði eru lokaðar og á Vest­fjörðum er veg­ur lokaður um Kletts­háls og Súðavík­ur­hlíð.

Einnig er lokað um Ólafs­fjarðar­múla, Vík­ur­skarð og Hófa­sk­arð og þá eru Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi sömu­leiðis lokuð, sem og Fagri­dal­ur og Fjarðar­heiði.

Nokk­ur hálka er víða á Suður­landi en sums staðar hvasst. Veg­ur er lokaður vest­an Laug­ar­vatns, allt vest­ur á Mos­fells­heiði.

Þæf­ings­færð er á Stein­gríms­fjarðar­heiði en þung­fært á Þrösk­uld­um.

Verið er að hreinsa flesta vegi á Norður­landi vestra, þ.á m. bæði Vatns­skarð og Þver­ár­fjall. Siglu­fjarðar­veg­ur er ófær og þar er stór­hríð.

Hríðarveður er á Öxna­dals­heiði og við Eyja­fjörð, veg­ur víða þung­fær en lokað er bæði í Ólafs­fjarðar­múla og á Vík­ur­skarði. Eins er lokað á Hófa­sk­arði og síðan er lokað yfir Fjöll­in frá Mý­vatni og aust­ur um.

Veg­ur er op­inn með aust­ur- og suðaust­ur­strönd­inni en víða er hvasst, ekki síst í Ham­ars­firði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert