Bílalestin lögð af stað yfir heiðina

Flutningabílalestin áður en lagt var af stað.
Flutningabílalestin áður en lagt var af stað. mbl.is/Guðlaug Sigurðardóttir

Tals­verður fjöldi fólks var í nótt veðurteppt­ur í Varma­hlíð þar sem Öxna­dals­heiði var lokuð. Sum­ir voru þarna aðra nótt­ina í röð. Allt að 20 flutn­inga­bíl­ar stilltu sér upp meðfram þjóðvegi 1 meðan beðið var, en núna á tí­unda tím­an­um var heiðin aft­ur opnuð og er bíla­lest­in far­in af stað aust­ur eft­ir.

Pét­ur Stef­áns­son, rekstr­ar­stjóri kaup­fé­lags­ins í Varma­hlíð, seg­ir í sam­tali við mbl.is að búið sé að opna um­ferð í báðar átt­ir og snjómokst­urs­tæki séu far­in að moka í all­ar átt­ir. „Bíla­lest­in hér í Varma­hlíð er að leggja í hann, marg­ir þegar farn­ir af stað,“ seg­ir Pét­ur.

Spurður um veðrið und­an­farna sól­ar­hringa seg­ir Pét­ur að það hafi verið mjög mik­il veðurhæð og í lang­an tíma og því hafi fylgt mik­il snjó­koma. Hann seg­ir að í svona hvassviðri fjúki snjór­inn hins veg­ar af veg­um, en hafi safn­ast upp við hús og bæi. „Þetta var feikna skot sem kom.“

„Við höld­um og von­um að þetta sé búið,“ seg­ir Pét­ur að lok­um, en byrjað er að birta til og vind farið að lægja.

mbl.is/​Guðlaug Sig­urðardótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert