Málflutningur í máli Malínar í Hæstarétti

Malín Brand í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Malín Brand í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Málflutningur í máli Malínar Brand í Hæstarétti hefst klukkan níu en hún áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl. Malín var þá dæmd í í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna, fyrir fjárkúgun.

Bæði Malín og systir hennar, Hlín Ein­ar­sótt­ir, voru ákærðar og dæmd­ar í mál­inu. Voru þær fundn­ar sek­ar um að hafa kúgað 700 þúsund krón­ur út úr karl­manni sem þær hótuðu að kæra fyr­ir nauðgun. Þá voru þær einnig fundn­ar sek­ar um til­raun til fjár­kúg­un­ar gegn Sig­mundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra.

For­saga máls­ins er sú að lög­regl­an hand­tók Malín og Hlín á Krýsu­vík­ur­veg í Hafnar­f­irði í maí 2015. Höfðu þær þá sótt pakkn­ingu í tösku sem skil­in hafði verið þar eft­ir og þær töldu inni­halda átta millj­ón­ir króna. Féð höfðu þær farið fram á að Sig­mund­ur Davíð greiddi gegn því að þær héldu upp­lýs­ing­um leynd­um um meinta aðkomu hans að fjár­hags­mál­um Vefpress­unn­ar ehf.

Eft­ir að fjár­kúg­un­ar­málið kom upp kærði fyrr­ver­andi sam­starfsmaður Hlín­ar hana fyr­ir að hafa í apríl 2015 í fé­lagi við syst­ur sína haft af sér 700 þúsund krón­ur með hót­un­um um að leggja ann­ars fram kæru til lög­reglu um að hann hefði nauðgað henni. Fram kem­ur í ákær­unni að Malín hefði rætt við mann­inn nokkr­um sinn­um í apríl og hann síðan af­hent henni fjár­mun­ina í kjöl­far þess.

Í ákær­unni kem­ur fram að Malín hafi rætt við mann­inn nokkr­um sinn­um í apríl og hann hafi svo af­hent Malín fjár­mun­ina 10. og 13. apríl 2015.

Verjandi Malínar segir að hún hafi áfrýjað öðrum hluta héraðsdóms er varðar 700 þúsund króna fjárkúgunina. þar krefst hún sýknu og jafnframt vægari refsingar. Hlín og Malín játuðu að hafa staðið að fjárkúgunartilraun gagn­vart Sig­mundi Davíð en Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild. Hvað varðaði fjárkúgun gegn fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar neituðu báðar sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert