„Miklar tilfinningar í spilinu“

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Eggert

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa þá bjargföstu trú að verk verðandi ríkisstjórnar muni bæta líðan fólks með uppbyggingu innviða og félagslegum stöðugleika. Það hafi ráðið afstöðu hans til stjórnarsáttmálans á flokksráðsfundi VG í kvöld.

Hann segir gott að það hafi tekist að snúa frá „sveltistefnunni“ sem hafi verið kynnt í síðustu fjárlögum.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fundi flokksins í kvöld.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fundi flokksins í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég geri mér grein fyrir því að skoðanir eru skiptar og það eru miklar tilfinningar í spilinu. Ég virði það. Miðað við umræðu síðustu daga mun hér allt fyllast af „kommentum“ um hvílíkur svikari ég sé, hvernig ég hafi selt hugsjónir mínar ódýrt og hvað ég sé almennt lélegur pappír,“ skrifar hann og segir að það verði þá að hafa það.

„Ég er í stjórnmálum til að reyna að gefa af mér og láta fólki líða betur. Svo einfalt er það. Það er mín hugsjón. Ég trúi því að þessi ríkisstjórn muni gera það og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að bæta samfélagið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka