Ríkið sýknað í deilu um Fell

Jökulsárlón.
Jökulsárlón. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenska ríkið hef­ur verið sýknað af kröf­um Fögru­sala ehf. fyr­ir héraðsdómi er varðar beit­ingu for­kaups­rétt­ar á jörðinni Felli í Suður­sveit sem ligg­ur að Jök­uls­ár­lóni.

Dóm­ur í mál­inu var kveðinn upp í Héraðsdómi Suður­lands á föstu­dag. Ríkið ákvað í janú­ar að nýta for­kaups­rétt vegna jarðar­inn­ar á grund­velli laga um nátt­úru­vernd, en jörðin er á nátt­úru­m­inja­skrá.

Fögru­sal­ir keyptu Fell 4. nóv­em­ber 2016 en sýslumaður­inn á Suður­landi sagði í sam­tali við mbl.is í janú­ar að for­kaups­rétt­ur verði ekki virk­ur fyrr en bind­andi samn­ing­ur kemst á milli eig­anda for­kaups­rétt­ar­and­lags og kaup­anda. Í þessu til­viki var litið svo á að bin­andi samn­ing­ur kæm­ist ekki á fyrr en til­boð var samþykkt, sem var 11. nóv­em­ber.

Vegna for­kaups­rétt­ar rík­is­ins gekk það inn í til­boðið 9. janú­ar á þessu ári, 66 dög­um eft­ir 4. nóv­em­ber en 59 dög­um eft­ir 11. nóv­em­ber.

Fögru­sal­ir töldu að rík­is­sjóður hefði til­kynnt of seint um að til stæði að nýta lög­bund­inn for­kaups­rétt að jörðinni en héraðsdóm­ur féllst ekki á þær kröf­ur og var ís­lenska ríkið sýknað.

Upp­fært kl 13:01: Sam­kvæmt lög­manni Fögru­sala hef­ur áfrýj­un­ar­stefna í mál­inu þegar verið gef­in út og búið að áfrýja því til Hæsta­rétt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka