Vilja „gera betur en Parísarsamkomulagið“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

Um­hverf­is­mál eru veiga­mik­il í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Í sátt­mál­an­um seg­ir að stefnt sé að því að „gera bet­ur en Par­ís­ar­sam­komu­lagið“, með því að stefna að kol­efn­is­hlut­lausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040. Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, sem starfað hef­ur sem fram­kvæmda­stjóri nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna Land­vernd­ar frá ár­inu 2011, verður um­hverf­is­ráðherra, utan þings, en hann var skipaður í embætti af Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra.

Meg­in­for­senda lofts­lags­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að koma í veg fyr­ir nei­kvæð áhrif lofts­lags­breyt­inga á líf­ríki hafs­ins, en í sátt­mál­an­um er bent á að hvergi í heim­in­um hafi hita­stigs­hækk­un orðið jafn­mik­il og á norður­slóðum. Ísland eigi því að efla rann­sókn­ir á súrn­un sjáv­ar í sam­ráði við vís­inda­sam­fé­lagið og­sjáv­ar­út­veg­inn.

Þá set­ur rík­is­stjórn­in sér það mark­mið að ná 40% sam­drætt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda , miðað við árið 1990, fyr­ir árið 2030. 

Kol­efn­is­hlut­leysi Íslands skal síðan nást í síðasta lagi árið 2040. Því verður náð með „var­an­leg­um sam­drætti í los­un gróður­húsaloft­teg­unda en einnig með breyttri land­notk­un í sam­ræmi við alþjóðlega viður­kennda staðla og með hliðsjón af vist­kerf­is­nálg­un og skipu­lags­sjón­ar­miðum,“ að því er seg­ir í sátt­mál­an­um. 

Kol­efn­is­gjald verður hækkað um 50% á næst­unni og verður svo áfram hækkað á næstu árum í takt við vænt­an­lega aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um. Þá verður und­anþágum frá kol­efn­is­gjaldi fækkað.

Íviln­an­ir til ný­fjár­fest­inga taki til­lit til lofts­lags­áhrifa

At­vinnu­grein­ar, fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og sveit­ar­fé­lög verða studd af rík­inu í þeirri viðleitni að setja sér lofts­lags­mark­mið og rík­is­stjórn­in stefn­ir að því að all­ar stærri áætlan­ir ís­lenska rík­is­ins verði metn­ar út frá lofts­lags­mark­miðum.

Til að mynda munu íviln­an­ir til ný­fjár­fest­inga byggj­ast á því að verk­efn­in hafi verið met­in út frá lofts­lags­áhrif­um og alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um Íslands um sam­drátt í gróður­húsaloft­teg­und­um. Lögð verður áhersla á að all­ir geir­ar sam­fé­lags­ins og al­menn­ing­ur taki þátt í að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Sér­stakt Lofts­lags­ráð verður sett á lagg­irn­ar og aðgerðaáætl­un um sam­drátt í los­un verður tíma­sett og fjár­mögnuð. Í þeirri aðgerðaáætl­un verða meðal ann­ars sett mark­mið um sam­göng­ur og það hlut­fall öku­tækja sem ganga fyr­ir vist­vænni orku í bíla­flota lands­manna, ork­u­nýtni í at­vinnu­líf­inu, inn­leiðingu alþjóðlegra samn­inga um vernd hafs­ins, græn skref í rík­is­rekstri og lofts­lags­sjóð og stefnt verður að banni við notk­un svartol­íu í efna­hagslög­sögu Íslands.

Stefnt er að því að auka hlutfall ökutækja sem ganga …
Stefnt er að því að auka hlut­fall öku­tækja sem ganga fyr­ir vist­vænni orku í bíla­flota lands­manna. mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son

Þá verður gengið til sam­starfs við sauðfjár­bænd­ur um kol­efnis­jöfn­un grein­ar­inn­ar í sam­ræmi við aðgerðaáætl­un þar um. Einnig verður unnið með öðrum at­vinnu­grein­um að sam­bæri­leg­um verk­efn­um.

Þjóðgarður verður stofnaður á miðhá­lend­inu

Ekki verður ráðist í línu­lagn­ir yfir há­lendið og stofnaður verður þjóðgarður á miðhá­lend­inu í sam­ráði þver­póli­tískr­ar þing­manna­nefnd­ar, um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins, sveit­ar­fé­laga, nátt­úru­vernd­ar- og úti­vist­ar­sam­taka og annarra hags­munaaðila. Einnig verða mögu­leik­ar á þjóðgörðum á öðrum svæðum skoðaðir.

Í sátt­mál­an­um seg­ir að það verði for­gangs­verk­efni að nýta þá orku sem þegar hef­ur verið virkjuð með sem hag­kvæm­ust­um hætti. Í því skyni þurfi að treysta flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku um allt land. Þá þurfi að setja lög um vindorku­ver.

Stefnt er að því að setja lang­tíma­orku­stefnu í sam­ráði allra flokka á kjör­tíma­bil­inu. Eig­enda­stefna Lands­virkj­un­ar mun taka mið af þess­ari orku­stefnu, sem mun byggj­ast á „áætlaðri orkuþörf til langs tíma miðað við stefnu stjórn­valda, til að mynda um orku­skipti og hvernig megi tryggja raf­orku­fram­boð fyr­ir al­menn­ing og at­vinnu­líf.“

Í mál­efna­samn­ingn­um seg­ir að sér­stök áhersla verði lögð á friðlýs­ing­ar kosta í vernd­ar­flokki ramm­a­áætl­un­ar „auk vernd­ar­svæða í sam­ræmi við nátt­úru­verndaráætl­un með hliðsjón af
áform­um um stofn­un þjóðgarðs á miðhá­lend­inu.“

Ríkisstjórnin vill stofna þjóðgarð á miðhálendinu.
Rík­is­stjórn­in vill stofna þjóðgarð á miðhá­lend­inu. Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Þá seg­ir að með „bók­haldi nátt­úru­auðlinda“ sé hægt að auka yf­ir­sýn yfir auðlind­ir lands­ins og skil­greina nýt­ingu þeirra með sjálf­bærni að leiðarljósi.

Átak gegn einnota plasti

Rík­is­stjórn­in hyggst ráðast í lang­tíma­átak gegn einnota plasti, með sér­stakri áherslu á fyr­ir­byggj­andi aðgerðir og hreins­un plasts úr um­hverfi lands og stranda. Í sátt­mál­an­um seg­ir einnig að gera þurfi átak á frá­veitu­mál­um í sam­starfi rík­is og sveit­ar­fé­laga, en „veru­leg þörf“ sé á upp­bygg­ingu í mála­flokkn­um.

Þá seg­ir að end­ur­skoða þurfi lög­gjöf um vernd, friðun og veiðar á villt­um fugl­um og spen­dýr­um í nátt­úru Íslands. Dýra­lífið sé hluti af ís­lenskri nátt­úru, sem beri að vernda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert